Viðskipti innlent

Töluverð velta með hlutbréf í kauphöllinni

Dagurinn hefur verið með líflegra móti á hlutabréfamarkaðinum í kauphöllinni. Viðskipti með tvö félög hafa farið yfir 100 milljónir kr. á hvoru um sig. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,4% og stendur í 265 stigum.

Það eru Össur og Marel sem hafa hækkað. Össur hækkaði um 4,9% í viðskiptum sem voru upp á tæpar 113 milljónir kr. Marel hækkaði um 2,1% í viðskiptum upp á rúmar 103 milljónir kr.

Eitt félag lækkað, Bakkavör um 1,7%.

 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×