Sigurgöngur Boston og Lakers lengjast - Kobe með flautukörfu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2009 11:15 Kobe Bryant sést hér skora sigurkörfu sína í nótt yfir Dwyane Wade. Mynd/AP Kobe Bryant tryggði Los Angeles Lakers sinn áttunda sigur í röð með magnaðri þriggja stiga flautukörfu á sama tíma og Kevin Garnett og félagar í Boston unnu sinn sjöunda sigur í röð. Sigurkarfa Kobe Bryant í nótt var af magnaðri gerðinni og verður örugglega rifjuð upp þegar farið verður yfir feril hans. Kobe Bryant og Dwyane Wade háðu mikið einvígi í leiknum og Wade var að dekka Kobe þegar hann skoraði sigurkörfu leiksins um leið og leiktíminn rann út. Bryant hefði getað jafnað leikinn með tveggja stiga körfu en ætlaði að vinna leikinn sem og hann gerði því Lakers vann 108-107 sigur á Miami. Kobe var með 33 stig en Dwyane Wade skoraði 9 af 26 stigum sínum á síðustu tveimur mínútum leiksins. Wade klikkaði þó á mikilvægu víti þegar aðeins 3,2 sekúndur voru eftir sem gaf Kobe kost á að vinna leikinn. Kevin Garnett var með 23 stig og Paul Pierce skoraði 21 stig í 105-87 útisigri Boston á Oklahoma City en liðið vann alla fjóra útileiki sína í þessari viku. Garnett skoraði meðal annars níu stig í röð og tróð boltanum þar af þrisvar þegar Boston tók öll völd á vellinum í öðrum leikhlutanum. Kevin Durant var stigahæstur hjá Oklahoma City með 36 stig. LeBron James var með 23 stig og 11 stoðsendingar í 101-87 sigri Cleveland Cavaliers á Chicago Bulls. Þetta var ellefti sigur LeBrons og félaga í síðustu þrettán leikjum. Mo Williams og Daniel Gibson voru báðir með 15 stig hjá Cleveland en nýliðinn Taj Gibson var atkvæðamestur hjá Chicago með 14 stig og 13 fráköst í sjötta tapi liðsins í sjö leikjum. Hedo Turkoglu tryggði Toronto Raptors 109-107 sigur á Washington Wizards þegar 8,1 sekúnda var eftir af framlengingu og endaði með því fimm leikja taphrinu liðsins. Turkoglu skoraði sex síðustu stig Toronto og 20 stig alls. Chris Bosh var þó atkvæðamestur með 31 stig og 16 fráköst en hjá Washington-liðinu var Gilbert Arenas með 34 stig. Al Harrington var með 27 stig, Chris Duhon bætti við 25 stigum og 10 stoðsendingum og David Lee var með 18 stig og 17 fráköst þegar New York Knicks vann 114-107 sigur á Atlanta Hawks. Joe Johnson skoraði 29 stig fyrir Atlanta. NBA Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjá meira
Kobe Bryant tryggði Los Angeles Lakers sinn áttunda sigur í röð með magnaðri þriggja stiga flautukörfu á sama tíma og Kevin Garnett og félagar í Boston unnu sinn sjöunda sigur í röð. Sigurkarfa Kobe Bryant í nótt var af magnaðri gerðinni og verður örugglega rifjuð upp þegar farið verður yfir feril hans. Kobe Bryant og Dwyane Wade háðu mikið einvígi í leiknum og Wade var að dekka Kobe þegar hann skoraði sigurkörfu leiksins um leið og leiktíminn rann út. Bryant hefði getað jafnað leikinn með tveggja stiga körfu en ætlaði að vinna leikinn sem og hann gerði því Lakers vann 108-107 sigur á Miami. Kobe var með 33 stig en Dwyane Wade skoraði 9 af 26 stigum sínum á síðustu tveimur mínútum leiksins. Wade klikkaði þó á mikilvægu víti þegar aðeins 3,2 sekúndur voru eftir sem gaf Kobe kost á að vinna leikinn. Kevin Garnett var með 23 stig og Paul Pierce skoraði 21 stig í 105-87 útisigri Boston á Oklahoma City en liðið vann alla fjóra útileiki sína í þessari viku. Garnett skoraði meðal annars níu stig í röð og tróð boltanum þar af þrisvar þegar Boston tók öll völd á vellinum í öðrum leikhlutanum. Kevin Durant var stigahæstur hjá Oklahoma City með 36 stig. LeBron James var með 23 stig og 11 stoðsendingar í 101-87 sigri Cleveland Cavaliers á Chicago Bulls. Þetta var ellefti sigur LeBrons og félaga í síðustu þrettán leikjum. Mo Williams og Daniel Gibson voru báðir með 15 stig hjá Cleveland en nýliðinn Taj Gibson var atkvæðamestur hjá Chicago með 14 stig og 13 fráköst í sjötta tapi liðsins í sjö leikjum. Hedo Turkoglu tryggði Toronto Raptors 109-107 sigur á Washington Wizards þegar 8,1 sekúnda var eftir af framlengingu og endaði með því fimm leikja taphrinu liðsins. Turkoglu skoraði sex síðustu stig Toronto og 20 stig alls. Chris Bosh var þó atkvæðamestur með 31 stig og 16 fráköst en hjá Washington-liðinu var Gilbert Arenas með 34 stig. Al Harrington var með 27 stig, Chris Duhon bætti við 25 stigum og 10 stoðsendingum og David Lee var með 18 stig og 17 fráköst þegar New York Knicks vann 114-107 sigur á Atlanta Hawks. Joe Johnson skoraði 29 stig fyrir Atlanta.
NBA Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjá meira