Hagsmunir starfsfólks teknir fram yfir hagsmuni eigenda 10. júní 2009 00:01 Í meðalári verða til átján til 27 þúsund störf og jafn mörg glatast, segir einn eigenda Kaffitárs og fyrrverandi aðstoðarhagstofustjóri. Hann segir mikilvægt að vernda störf í niðursveiflu. Mynd/Rósa „Það er mikilvægt fyrir okkur að halda fyrirtækjum gangandi ef rekstrargrundvöllur er fyrir hendi," segir Eiríkur Hilmarsson, framkvæmdastjóri Vísindagarða Háskóla Íslands, fyrrverandi aðstoðarhagstofustjóri og einn eigenda Kaffitárs. Eiríkur hélt erindi um uppbyggingu Kaffitárs á málþingi Viðskiptaráðs en það var í fyrsta sinn í nítján ára sögu fyrirtækisins sem hann gerir slíkt. Það kom til af því einu að eiginkona hans Aðalheiður Héðinsdóttir, framkvæmdastjóri Kaffitárs, var á heimleið frá Gvatemala og gat það ekki. Eiríkur skrifaði nýverið grein um mikilvægi þess að halda lífi í fyrirtækjum í þeim tilgangi einum að vernda störf. Í greininni, sem hann skrifaði í félagi við Gylfa Dalmann, segir að þótt stór hluti starfa sé lagður niður á hverju ári komi ný í þeirra stað án inngripa stjórnvalda eða sérstakra aðgerða. Á miklum uppgangstímum og í harkalegri niðursveiflu, líkt og nú, verði óvenjumikil endurnýjun á vinnumarkaði. Hins vegar taki mun lengri tíma að skapa ný störf með stofnun fyrirtækja en að halda fyrirtækjum á lífi og skapa störf innan þeirra. Í mikilli niðursveiflu þegar gjaldþrot fjölda fyrirtækja blasir við skipti máli að halda lífvænlegum fyrirtækjum gangandi til að koma í veg fyrir enn meira atvinnuleysi og enn dýpri niðursveiflu sem getur endað í langvarandi kreppu. Eiríkur segir að ekki megi ruglað saman sérhagsmunum eigenda fyrirtækjanna, sem hafi tapað áhættufénu sem þeir lögðu til rekstursins, og hagsmunum starfsmanna - jafnvel almennings. „Almennt séð í atvinnulífinu er rekstrarreikningur fyrirtækja í góðu lagi. Þótt eigendurnir hafi glatað öllu sínu geta fyrirtækin lifað áfram undir nýjum eigendum. Þannig refsar markaðurinn þeim sem taka of mikla áhættu. Áhættan felst hins vegar í því að búa til ný störf frá grunni," segir hann og bendir á að þeir Gylfi áætli að á bilinu átján til 27 þúsund störf verði til í meðalári. Jafn mörg glatast á sama tíma. Endurnýjunin sé því mikil. Áhættan í slíkri endurnýjun er hins vegar sú að laun í nýjum fyrirtækjum eru iðulega lægri en í fyrirtækjum sem enn eru á lífi og því ekki eins verðmæt. Svo kunni að fara að frumkvöðlar, stofnendur fyrirtækjanna, verði að taka á sig kjaraskerðingu, jafnvel vinna launalaust í einhvern tíma til að koma „barni" sínu yfir erfiðasta hjallann. „Ef maður rekur fyrirtæki þar sem hægt er að einbeita sér að kjarnarekstrinum þá vegnar manni betur en ef maður starfar í þannig umhverfi að stöðugt þarf að glíma við erfiðan ytri ramma, svo sem kvöðina að sýna fram á að stjórn fyrirtækisins er með hreint sakavottorð" segir Eiríkur sem í erindi sínu á föstudag fjallaði um allar þær hindranir og freistingar sem þau Aðalheiður stóðu frammi fyrir á fyrstu árum rekstrarins - og gera enn. Undir smásjánni Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Sjá meira
„Það er mikilvægt fyrir okkur að halda fyrirtækjum gangandi ef rekstrargrundvöllur er fyrir hendi," segir Eiríkur Hilmarsson, framkvæmdastjóri Vísindagarða Háskóla Íslands, fyrrverandi aðstoðarhagstofustjóri og einn eigenda Kaffitárs. Eiríkur hélt erindi um uppbyggingu Kaffitárs á málþingi Viðskiptaráðs en það var í fyrsta sinn í nítján ára sögu fyrirtækisins sem hann gerir slíkt. Það kom til af því einu að eiginkona hans Aðalheiður Héðinsdóttir, framkvæmdastjóri Kaffitárs, var á heimleið frá Gvatemala og gat það ekki. Eiríkur skrifaði nýverið grein um mikilvægi þess að halda lífi í fyrirtækjum í þeim tilgangi einum að vernda störf. Í greininni, sem hann skrifaði í félagi við Gylfa Dalmann, segir að þótt stór hluti starfa sé lagður niður á hverju ári komi ný í þeirra stað án inngripa stjórnvalda eða sérstakra aðgerða. Á miklum uppgangstímum og í harkalegri niðursveiflu, líkt og nú, verði óvenjumikil endurnýjun á vinnumarkaði. Hins vegar taki mun lengri tíma að skapa ný störf með stofnun fyrirtækja en að halda fyrirtækjum á lífi og skapa störf innan þeirra. Í mikilli niðursveiflu þegar gjaldþrot fjölda fyrirtækja blasir við skipti máli að halda lífvænlegum fyrirtækjum gangandi til að koma í veg fyrir enn meira atvinnuleysi og enn dýpri niðursveiflu sem getur endað í langvarandi kreppu. Eiríkur segir að ekki megi ruglað saman sérhagsmunum eigenda fyrirtækjanna, sem hafi tapað áhættufénu sem þeir lögðu til rekstursins, og hagsmunum starfsmanna - jafnvel almennings. „Almennt séð í atvinnulífinu er rekstrarreikningur fyrirtækja í góðu lagi. Þótt eigendurnir hafi glatað öllu sínu geta fyrirtækin lifað áfram undir nýjum eigendum. Þannig refsar markaðurinn þeim sem taka of mikla áhættu. Áhættan felst hins vegar í því að búa til ný störf frá grunni," segir hann og bendir á að þeir Gylfi áætli að á bilinu átján til 27 þúsund störf verði til í meðalári. Jafn mörg glatast á sama tíma. Endurnýjunin sé því mikil. Áhættan í slíkri endurnýjun er hins vegar sú að laun í nýjum fyrirtækjum eru iðulega lægri en í fyrirtækjum sem enn eru á lífi og því ekki eins verðmæt. Svo kunni að fara að frumkvöðlar, stofnendur fyrirtækjanna, verði að taka á sig kjaraskerðingu, jafnvel vinna launalaust í einhvern tíma til að koma „barni" sínu yfir erfiðasta hjallann. „Ef maður rekur fyrirtæki þar sem hægt er að einbeita sér að kjarnarekstrinum þá vegnar manni betur en ef maður starfar í þannig umhverfi að stöðugt þarf að glíma við erfiðan ytri ramma, svo sem kvöðina að sýna fram á að stjórn fyrirtækisins er með hreint sakavottorð" segir Eiríkur sem í erindi sínu á föstudag fjallaði um allar þær hindranir og freistingar sem þau Aðalheiður stóðu frammi fyrir á fyrstu árum rekstrarins - og gera enn.
Undir smásjánni Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Sjá meira