Handbolti

Aðalsteinn fær Porsche komi hann Kassel upp

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aðalsteinn gæti fengið góðan bónus í lok tímabilsins.
Aðalsteinn gæti fengið góðan bónus í lok tímabilsins.

Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari þýska C-deildarliðsins Kassel, er að gera flotta hluti með þýska liðið og ekki ólíklegt að liðið nái að komast upp í B-deildina fyrir næsta vetur.

Náist það takmark á Aðalsteinn von á flottum bónus. Hinn vellauðugi eigandi félagsins hringdi nefnilega himinlifandi í Aðalstein eftir glæstan níu marka sigur Kassel á toppliði deildarinnar og tjáði honum að hann fengi Porsche glæsibifreið kæmi hann liðinu upp.

„Hann sagði að ef við kæmumst upp þá myndi standa Porsche fyrir utan dyrnar hjá mér daginn eftir," sagði Aðalsteinn aðspurður um atvikið sem hann tekur samt mátulega alvarlega.

„Þessi orð féllu reyndar í mikilli geðshræringu en ég gleymi þessu samt ekkert," sagði Aðalsteinn léttur.

Sjálfur ekur Aðalsteinn um á nýlegum fimm dyra Golf Plus sem hann ber afar vel söguna.

„Þetta er svona Golf á sterum. Þrælfín kerra."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×