Almennar afskriftir skulda 21. september 2009 06:00 Mikið er rætt um hvernig bregðast eigi við skuldavanda heimilanna enda nokkuð ljóst að staða mjög margra þeirra er verulega slæm. Ýmsar kenningar eru á lofti en segja má að átökin snúist um tvennt. Annars vegar telja sumir að hægt sé að afskrifa skuldir heimilanna almennt - annað hvort með beinni niðurfærslu upp að einhverju hámarki eða við að færa gengisvísitölu krónunnar ásamt neysluverðsvísitölu eitthvað aftur í tímann. Hins vegar þeir sem segja að almenn niðurfærsla sé ekki inni í myndinni þar sem slíkt myndi m.a. valda eignatilfærslum á milli ólíkra hópa í samfélaginu og umbuna þeim sem síst skyldi. Bankarnir verði að taka á skuldamálum heimilanna eins og sérhverjum öðrum útlánum en þó þannig að meðferðarúrræðin verði nokkuð fjölbreyttari en gengur og gerist þegar taka þarf á slíkum vandamálum. En hver kemur til með að borga fyrir þær afskriftir sem í bígerð eru - hvor leiðin sem farin verður? Stór hluti af þeim fjármunum liggur þegar á afskriftarreikningum bankakerfisins enda hafa nýju bankarnir yfirtekið hluta af skuldum heimilanna með afslætti frá gömlu bönkunum og tilsvarandi niðurfærslur hafa átt sér stað í sparisjóðakerfinu (í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu þeirra). Þær afskriftir lenda á kröfuhöfum gamla bankakerfisins. Hins vegar eiga Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðirnir (í gegnum hefðbundin lífeyrissjóðslán) hátt í helming af skuldum heimilanna. Almenn skuldaniðurfelling krefst þess að ræða verður um hvernig fjármagna eigi niðurfellingu þeirra skulda heimilanna sem tilheyra Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðunum. Í því sambandi eru aðeins tvær leiðir færar. Annars vegar að ríkissjóður taki á sig byrðarnar (og leggi síðan á einhverja skatta) eða að Íbúðalánasjóður og einkum lífeyrissjóðirnir beri byrðarnar. Ágreiningurinn um hvora leiðina eigi að fara er óbeint um þessa fjármuni og eigi að skoða almenna niðurfærslu skulda verður að opna á þann möguleika að lífeyrissjóðir landsins beri hluta af þeim byrðum. Fari sú umræða ekki af stað og fáist botn í hana mun ríkisvaldið ólíklega leggja fram tillögur þess efnis að um almenna skuldaniðurfellingu verði að ræða enda er ríkissjóður varla aflögufær hvað það varðar. Svo einfalt er það. Jafnframt er mikilvægt að um þessi mál verði rætt á magnbundinn hátt - þ.e. að almenningi verði gerð grein fyrir um hvaða fjárhæðir er að tefla. Er verið að fara með heildarskuldastöðu heimilanna úr einhverjum 2.200 - 2.300 milljörðum (þessi upphæð er sennilega í kringum bókfærða skuldastöðu heimilanna) í 1.500 eða 2.000 milljarða króna. Á þessu tvennu er mikill munur. Í þessu sambandi er ennfremur mikilvægt að almenningur geri sér grein fyrir að með því að spara fjármuni (í gegnum lífeyrissjóðakerfið) er í raun verið að fresta neyslu - það er verið að taka hluta af launum einstaklinga og geyma þá til seinni tíma. Stóra spurningin í dag er hvort almenningur telur skynsamlegt að seilast í hluta þessara fjármuna núna frekar en að geyma þá til elliáranna? Þessari spurningu munu lífeyrissjóðirnir ekki svara - þeir hafa engar heimildir til að leggja slíkt til. Stjórnir lífeyrissjóðanna eru skipaðar annars vegar af verkalýðshreyfingunni og hins vegar af fulltrúum atvinnurekenda. Þessir aðilar í samvinnu við ríkisvaldið þurfa að koma að slíkri umræðu. Þetta málefni - verði það tekið á dagskrá sem ég reyndar efast stórlega um - ætti því heima hjá samráðshóp þessara þriggja aðila. Hvað varðar hin efnahagslegu áhrif af því að færa væntanlega framtíðarneyslu (þ.e. hluta af þeim sparnaði sem fólk á í lífeyrissjóðakerfinu) til dagsins í dag eru óljós og háð mörgum undirliggjandi óvissuþáttum. En sem dæmi má tiltaka hjónakorn í kringum fertugt sem hafa greitt í lífeyrissjóð í 15-20 ár og „eiga" sem nemur 10-20 milljónir króna hjá kerfinu. Ef þessi hjónakorn eru yfirskuldsett og eiga varla til hnífs og skeiðar þá er spurning hvort baukurinn uppi á hillu yrði ekki sóttur svo börnin þyrftu ekki að ganga í ónýtum skóm og slitnum buxum. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið er rætt um hvernig bregðast eigi við skuldavanda heimilanna enda nokkuð ljóst að staða mjög margra þeirra er verulega slæm. Ýmsar kenningar eru á lofti en segja má að átökin snúist um tvennt. Annars vegar telja sumir að hægt sé að afskrifa skuldir heimilanna almennt - annað hvort með beinni niðurfærslu upp að einhverju hámarki eða við að færa gengisvísitölu krónunnar ásamt neysluverðsvísitölu eitthvað aftur í tímann. Hins vegar þeir sem segja að almenn niðurfærsla sé ekki inni í myndinni þar sem slíkt myndi m.a. valda eignatilfærslum á milli ólíkra hópa í samfélaginu og umbuna þeim sem síst skyldi. Bankarnir verði að taka á skuldamálum heimilanna eins og sérhverjum öðrum útlánum en þó þannig að meðferðarúrræðin verði nokkuð fjölbreyttari en gengur og gerist þegar taka þarf á slíkum vandamálum. En hver kemur til með að borga fyrir þær afskriftir sem í bígerð eru - hvor leiðin sem farin verður? Stór hluti af þeim fjármunum liggur þegar á afskriftarreikningum bankakerfisins enda hafa nýju bankarnir yfirtekið hluta af skuldum heimilanna með afslætti frá gömlu bönkunum og tilsvarandi niðurfærslur hafa átt sér stað í sparisjóðakerfinu (í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu þeirra). Þær afskriftir lenda á kröfuhöfum gamla bankakerfisins. Hins vegar eiga Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðirnir (í gegnum hefðbundin lífeyrissjóðslán) hátt í helming af skuldum heimilanna. Almenn skuldaniðurfelling krefst þess að ræða verður um hvernig fjármagna eigi niðurfellingu þeirra skulda heimilanna sem tilheyra Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðunum. Í því sambandi eru aðeins tvær leiðir færar. Annars vegar að ríkissjóður taki á sig byrðarnar (og leggi síðan á einhverja skatta) eða að Íbúðalánasjóður og einkum lífeyrissjóðirnir beri byrðarnar. Ágreiningurinn um hvora leiðina eigi að fara er óbeint um þessa fjármuni og eigi að skoða almenna niðurfærslu skulda verður að opna á þann möguleika að lífeyrissjóðir landsins beri hluta af þeim byrðum. Fari sú umræða ekki af stað og fáist botn í hana mun ríkisvaldið ólíklega leggja fram tillögur þess efnis að um almenna skuldaniðurfellingu verði að ræða enda er ríkissjóður varla aflögufær hvað það varðar. Svo einfalt er það. Jafnframt er mikilvægt að um þessi mál verði rætt á magnbundinn hátt - þ.e. að almenningi verði gerð grein fyrir um hvaða fjárhæðir er að tefla. Er verið að fara með heildarskuldastöðu heimilanna úr einhverjum 2.200 - 2.300 milljörðum (þessi upphæð er sennilega í kringum bókfærða skuldastöðu heimilanna) í 1.500 eða 2.000 milljarða króna. Á þessu tvennu er mikill munur. Í þessu sambandi er ennfremur mikilvægt að almenningur geri sér grein fyrir að með því að spara fjármuni (í gegnum lífeyrissjóðakerfið) er í raun verið að fresta neyslu - það er verið að taka hluta af launum einstaklinga og geyma þá til seinni tíma. Stóra spurningin í dag er hvort almenningur telur skynsamlegt að seilast í hluta þessara fjármuna núna frekar en að geyma þá til elliáranna? Þessari spurningu munu lífeyrissjóðirnir ekki svara - þeir hafa engar heimildir til að leggja slíkt til. Stjórnir lífeyrissjóðanna eru skipaðar annars vegar af verkalýðshreyfingunni og hins vegar af fulltrúum atvinnurekenda. Þessir aðilar í samvinnu við ríkisvaldið þurfa að koma að slíkri umræðu. Þetta málefni - verði það tekið á dagskrá sem ég reyndar efast stórlega um - ætti því heima hjá samráðshóp þessara þriggja aðila. Hvað varðar hin efnahagslegu áhrif af því að færa væntanlega framtíðarneyslu (þ.e. hluta af þeim sparnaði sem fólk á í lífeyrissjóðakerfinu) til dagsins í dag eru óljós og háð mörgum undirliggjandi óvissuþáttum. En sem dæmi má tiltaka hjónakorn í kringum fertugt sem hafa greitt í lífeyrissjóð í 15-20 ár og „eiga" sem nemur 10-20 milljónir króna hjá kerfinu. Ef þessi hjónakorn eru yfirskuldsett og eiga varla til hnífs og skeiðar þá er spurning hvort baukurinn uppi á hillu yrði ekki sóttur svo börnin þyrftu ekki að ganga í ónýtum skóm og slitnum buxum. Höfundur er hagfræðingur.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun