LeBron með þrennu annan leikinn í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2009 08:58 LeBron James hjá Cleveland Cavaliers. Mynd/GettyImages LeBron James var með þrefalda tvennu annan leikinn í röð þegar Cleveland vann Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Dallas vann þá líka mikilvægan sigur á Phoenix í baráttunni um sæti inn í úrslitakeppnina og sigurganga Utah hélt áfram. LeBron James var með 32 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar í 87-83 sigri Cleveland Cavaliers á Los Angeles Clippers. Cleveland var komið 19 stigum undir í lokaleikhlutanum en kom til baka og Mo Williams kom þeim endanlega yfir með þriggja stiga körfu þegar 6,6 sekúndur voru eftir. Al Thornton og Zach Randolph skoruðu báðir 20 stig fyrir Clippers. Þetta var 11. sigur Clevaland í 13 leikjum og liðið er nú með einn og hálfan leik í forskot á Boston Celtics í efsta sæti Austurdeildarinnar. Þetta var annar leikurinn í röð þar sem LeBron James nær þrennunni eftirsóttu en hann var með 14 stig, 10 fráköst og 12 stoðsendingar í 99-89 sigri á MIami á laugardaginn. Þetta var í 22. tvöfalda þrennan hans á ferlinum. „Þetta var próf fyrir liðið og við þurfum á þessum sigri að halda. Við erum að reyna að vinna eins marga leiki og við getum í baráttunni við Boston, Lakers og Orlando um heimaleikjaréttinni í úrslitakeppninni," sagði James. Dirk Nowitzki átti mjög góðan leik í 122-117 sigri Dallas Mavericks á Phoenix Suns. Nowitzki var með 34 stig í leiknum þar af 23 þeirra í seinni hálfleik. Þetta var fimmta tap Phoenix í röð og liðið er nú fimm leikjum á eftir Dallas í baráttunni um 8. og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Shaquille O'Neal skoraði 21 stig og hitti úr 9 af 10 skotum sínum sem dugði ekki Phoenix en nægði honum að komast upp fyrir Elvin Hayes og í 6. sætið yfir stigahæstu leikmenn NBA-deildarinnar frá upphafi. Steve Nash var með 23 stig og 13 stoðsendingar hjá Suns. Utah Jazz vann sinn tólfta leik í röð þegar liðið skellti Indiana 112-100 á útivelli. Paul Millsap var með 22 stig fyrir Utah og Deron Williams gaf 12 stoðsendingar. Utah nálgast nú óðum félagsmetið sem eru 15 sigurleikir í röð. Tim Duncan var með 18 stig og 11 fráköst í 100-86 sigri San Antonio Spurs á Charlotte Bobcats. Spurs endaði með því sex leikja sigurgöngu Charlotte sem var sú lengsta í sögu félagsins. Raja Bell og Emeka Okafor voru báðir með 16 stig fyrir Charlotte. Nate Robinson skoraði 10 af 32 stigum sínum á síðustu fimm mínútunum í 120-112 útisigri New York Knicks á Milwaukee Bucks. Larry Hughes skoraði 39 stig fyrir New York en þetta var aðeins áttundi útisigur liðsins á tímabilinu. Charlie Villanueva var með 32 stig fyrir Bucks sem eru enn inn í úrslitakeppninni þrátt fyrir að glíma við mikil meiðsli í vetur. Jeff Green og Russell Westbrook voru báðir með 24 stig í fimmta sigri Oklahoma Thunder í sex leikjum. Oklahoma vann þá eins stigs sigur á Sacramento á útivelli, 89-88. Spencer Hawes var með 20 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar í liði Sacramento. NBA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir KR á toppinn Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Sjá meira
LeBron James var með þrefalda tvennu annan leikinn í röð þegar Cleveland vann Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Dallas vann þá líka mikilvægan sigur á Phoenix í baráttunni um sæti inn í úrslitakeppnina og sigurganga Utah hélt áfram. LeBron James var með 32 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar í 87-83 sigri Cleveland Cavaliers á Los Angeles Clippers. Cleveland var komið 19 stigum undir í lokaleikhlutanum en kom til baka og Mo Williams kom þeim endanlega yfir með þriggja stiga körfu þegar 6,6 sekúndur voru eftir. Al Thornton og Zach Randolph skoruðu báðir 20 stig fyrir Clippers. Þetta var 11. sigur Clevaland í 13 leikjum og liðið er nú með einn og hálfan leik í forskot á Boston Celtics í efsta sæti Austurdeildarinnar. Þetta var annar leikurinn í röð þar sem LeBron James nær þrennunni eftirsóttu en hann var með 14 stig, 10 fráköst og 12 stoðsendingar í 99-89 sigri á MIami á laugardaginn. Þetta var í 22. tvöfalda þrennan hans á ferlinum. „Þetta var próf fyrir liðið og við þurfum á þessum sigri að halda. Við erum að reyna að vinna eins marga leiki og við getum í baráttunni við Boston, Lakers og Orlando um heimaleikjaréttinni í úrslitakeppninni," sagði James. Dirk Nowitzki átti mjög góðan leik í 122-117 sigri Dallas Mavericks á Phoenix Suns. Nowitzki var með 34 stig í leiknum þar af 23 þeirra í seinni hálfleik. Þetta var fimmta tap Phoenix í röð og liðið er nú fimm leikjum á eftir Dallas í baráttunni um 8. og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Shaquille O'Neal skoraði 21 stig og hitti úr 9 af 10 skotum sínum sem dugði ekki Phoenix en nægði honum að komast upp fyrir Elvin Hayes og í 6. sætið yfir stigahæstu leikmenn NBA-deildarinnar frá upphafi. Steve Nash var með 23 stig og 13 stoðsendingar hjá Suns. Utah Jazz vann sinn tólfta leik í röð þegar liðið skellti Indiana 112-100 á útivelli. Paul Millsap var með 22 stig fyrir Utah og Deron Williams gaf 12 stoðsendingar. Utah nálgast nú óðum félagsmetið sem eru 15 sigurleikir í röð. Tim Duncan var með 18 stig og 11 fráköst í 100-86 sigri San Antonio Spurs á Charlotte Bobcats. Spurs endaði með því sex leikja sigurgöngu Charlotte sem var sú lengsta í sögu félagsins. Raja Bell og Emeka Okafor voru báðir með 16 stig fyrir Charlotte. Nate Robinson skoraði 10 af 32 stigum sínum á síðustu fimm mínútunum í 120-112 útisigri New York Knicks á Milwaukee Bucks. Larry Hughes skoraði 39 stig fyrir New York en þetta var aðeins áttundi útisigur liðsins á tímabilinu. Charlie Villanueva var með 32 stig fyrir Bucks sem eru enn inn í úrslitakeppninni þrátt fyrir að glíma við mikil meiðsli í vetur. Jeff Green og Russell Westbrook voru báðir með 24 stig í fimmta sigri Oklahoma Thunder í sex leikjum. Oklahoma vann þá eins stigs sigur á Sacramento á útivelli, 89-88. Spencer Hawes var með 20 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar í liði Sacramento.
NBA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir KR á toppinn Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Sjá meira