Handbolti

Garcia tekur við Púertó Ríkó

Garcia í baráttunni með íslenska landsliðinu
Garcia í baráttunni með íslenska landsliðinu

Fyrrum landsliðsmaðurinn Jaliesky Garcia hjá Göppingen í Þýskalandi hefur tekið að sér að gerast landsliðsþjálfari Púertó Ríkó í handknattleik.

Hann leggur skóna á hilluna í vor eftir sex ára veru hjá Göppingen, en hinn 33 ára gamli Garcia hefur átt í miklu basli með meiðsli síðustu ár.

Garcia á að baki 11 landsleiki fyrir Kúbverja og 49 landsleiki fyrir Íslands hönd, en hann tekur við nýja starfinu í júlí í sumar.

Hann hefur áður komið að þjálfun yngri landsliða Púertó Ríkó, en það er heimaland konu hans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×