HM: Dramatískur sigur Norðmanna á Þjóðverjum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. janúar 2009 18:10 Heiner Brand var brjálaður út í dómara leiksins í leikslok. Nordic Photos / AFP Enn gerast tíðindin í milliriðli 2 á HM í handbolta sem fer fram í Króatíu. Nú unnu Norðmenn sigur á heimsmeisturum Þjóðverja, 25-24, eftir hádramatískan lokakafla leiksins þar sem allt ætlaði að keyra um koll. Staðan í hálfleik var jöfn, 12-12, eftir að Norðmenn voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik. Leikurinn var enn jafn í þeim síðari en lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Þegar tólf mínútur voru eftir fékk Þjóðverjinn Jens Tiedtke að líta rauða spjaldið fyrir að gefa Jonny Jensen olnbogaskot. Staðan var þá 20-19 og þó Norðmenn hafi jafnað náðu Þjóðverjar að komast aftur tveimur mörkum yfir, 22-20, og aðeins sjö mínútur til leiksloka. En þá tóku þeir Steinar Ege markvörður og Kristian Kjelling til sinna mála. Ege varði hvert skotið á fætur öðru og Kjelling skoraði fimm af síðustu sex mörkum Norðmanna. Norðmenn skoruðu næstu fjögur mörk í leiknum og komust yfir, 24-22. Ekkert gekk hjá Þjóðverjum sem misnýttu meira að segja vítaskot með því að skjóta í stöng. Þegar mínúta var til leiksloka kom Kjelling Norðmönnum aftur í tveggja marka forystu, 25-23, þó svo að þeir hafi verið manni færri. En Þjóðverjar náðu að skora og fiska annan Norðmann af velli. Staðan því 25-24 og sextán sekúndur eftir þegar Norðmenn héldu í sókn, tveimur mönnum færri. Þessar síðustu sekúndur leiksins voru ævintýralegar. Norðmenn misstu strax boltann í innkast en arfaslakir dómarar leiksins létu Þjóðverja þrítaka innkastið. Sekúndurnar runnu út án þess að Þjóðverjar náðu að hefja almennilega sókn og Norðmenn fögnuðu dýrmætum sigri. Heiner Brand, þjálfari Þjóðverja, hefur verið í því starfi í tólf ár og þykir einkar geðþekkur maður. Hann hins vegar missti stjórn á skapinu. Hann hljóp að dómurunum með hnefann á lofti og ætlaði hreinlega að vaða í annan dómarann. Hann náði hins vegar að róa sig niður og labbaði sársvekktur af velli. Kjelling og Håvard Tvedten voru markahæstir Norðmanna með sjö mörk hvor. Steinar Ege varði nítján skot í markinu. Holger Glandorf skoraði sex mörk fyrir Þjóðverja en markvörðurinn Silvio Heinevetter átti einnig góðan leik og varði sautján skot. Enn er allt galopið í þessum riðli. Þjóðverjar eru enn með fimm stig eftir að liðið gerði jafntefli við Serbíu í gær. Norðmenn hafa hins vegar gert eins og Pólverjar og unnið báða leiki sína til þessa í milliriðlinum eftir að hafa komið stigalausir þangað úr riðlakeppninni. Danmörk, Pólland og Noregur eru öll með fjögur stig en Danir geta komið sér í sex stig með sigri á Makedóníu í kvöld. En miðað við úrslit leikja hingað til í riðlinum er gjörsamlega ómögulegt að spá fyrir um úrslit þess leiks. Milliriðill 2: Úrslit: Serbía - Pólland 23-35 Noregur - Þýskaland 25-24 Staðan: Þýskaland 5* stig (+16 í markatölu) Danmörk 4 (+1) Pólland 4* (+8) Noregur 4* (-2) Serbía 3* (-12) Makedónía 2 (-11) * eftir fjóra leiki, önnur lið hafa leikið þrjá leiki Næstu leikir: 19.15 Danmörk - Makedónía Handbolti Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
Enn gerast tíðindin í milliriðli 2 á HM í handbolta sem fer fram í Króatíu. Nú unnu Norðmenn sigur á heimsmeisturum Þjóðverja, 25-24, eftir hádramatískan lokakafla leiksins þar sem allt ætlaði að keyra um koll. Staðan í hálfleik var jöfn, 12-12, eftir að Norðmenn voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik. Leikurinn var enn jafn í þeim síðari en lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Þegar tólf mínútur voru eftir fékk Þjóðverjinn Jens Tiedtke að líta rauða spjaldið fyrir að gefa Jonny Jensen olnbogaskot. Staðan var þá 20-19 og þó Norðmenn hafi jafnað náðu Þjóðverjar að komast aftur tveimur mörkum yfir, 22-20, og aðeins sjö mínútur til leiksloka. En þá tóku þeir Steinar Ege markvörður og Kristian Kjelling til sinna mála. Ege varði hvert skotið á fætur öðru og Kjelling skoraði fimm af síðustu sex mörkum Norðmanna. Norðmenn skoruðu næstu fjögur mörk í leiknum og komust yfir, 24-22. Ekkert gekk hjá Þjóðverjum sem misnýttu meira að segja vítaskot með því að skjóta í stöng. Þegar mínúta var til leiksloka kom Kjelling Norðmönnum aftur í tveggja marka forystu, 25-23, þó svo að þeir hafi verið manni færri. En Þjóðverjar náðu að skora og fiska annan Norðmann af velli. Staðan því 25-24 og sextán sekúndur eftir þegar Norðmenn héldu í sókn, tveimur mönnum færri. Þessar síðustu sekúndur leiksins voru ævintýralegar. Norðmenn misstu strax boltann í innkast en arfaslakir dómarar leiksins létu Þjóðverja þrítaka innkastið. Sekúndurnar runnu út án þess að Þjóðverjar náðu að hefja almennilega sókn og Norðmenn fögnuðu dýrmætum sigri. Heiner Brand, þjálfari Þjóðverja, hefur verið í því starfi í tólf ár og þykir einkar geðþekkur maður. Hann hins vegar missti stjórn á skapinu. Hann hljóp að dómurunum með hnefann á lofti og ætlaði hreinlega að vaða í annan dómarann. Hann náði hins vegar að róa sig niður og labbaði sársvekktur af velli. Kjelling og Håvard Tvedten voru markahæstir Norðmanna með sjö mörk hvor. Steinar Ege varði nítján skot í markinu. Holger Glandorf skoraði sex mörk fyrir Þjóðverja en markvörðurinn Silvio Heinevetter átti einnig góðan leik og varði sautján skot. Enn er allt galopið í þessum riðli. Þjóðverjar eru enn með fimm stig eftir að liðið gerði jafntefli við Serbíu í gær. Norðmenn hafa hins vegar gert eins og Pólverjar og unnið báða leiki sína til þessa í milliriðlinum eftir að hafa komið stigalausir þangað úr riðlakeppninni. Danmörk, Pólland og Noregur eru öll með fjögur stig en Danir geta komið sér í sex stig með sigri á Makedóníu í kvöld. En miðað við úrslit leikja hingað til í riðlinum er gjörsamlega ómögulegt að spá fyrir um úrslit þess leiks. Milliriðill 2: Úrslit: Serbía - Pólland 23-35 Noregur - Þýskaland 25-24 Staðan: Þýskaland 5* stig (+16 í markatölu) Danmörk 4 (+1) Pólland 4* (+8) Noregur 4* (-2) Serbía 3* (-12) Makedónía 2 (-11) * eftir fjóra leiki, önnur lið hafa leikið þrjá leiki Næstu leikir: 19.15 Danmörk - Makedónía
Handbolti Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira