HM: Þjóðverjar brjálaðir - Kraus meiddur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. janúar 2009 21:24 Þjóðverjar voru sársvekktir í leikslok. Nordic Photos / Getty Images Þjóðverjar eru allt annað en ánægðir með slóvenska dómaraparið sem dæmdi leik þeirra gegn Norðmönnum í dag. Noregur vann leikinn, 25-24, eftir dramatískar lokasekúndur. Norðmenn misstu boltann í innkast þegar fjórtán sekúndur voru til leiksloka og voru þar að auki tveimur mönnum færri. Dómaraparið lét hins vegar Christian Schöne þrítaka innkastið þar sem þeir vildu meina að það hefði verið vitlaust tekið. Sekúndurnar tifuðu burt og Norðmenn fögnuðu sigrinum. Heiner Brand þjálfari var brjálaður. Hann hljóp að dómurunum með hnefann á lofti og virtist sem svo að hann ætlaði að lemja annan dómarann. „Það er alveg ljóst að ég æsti mig mikið út í dómarana," sagði Brand eftir leikinn. „En það var ekki í eina skiptið. Ég varð mjög reiður þegar Mimi Kraus meiddist." Fyrirliðinn Kraus meiddist illa þegar að norski landsliðsmaðurinn Stian Vatne hrinti honum í gólfið með þeim afleiðingum að hann meiddist illa á hné. Brand staðfesti eftir leik að Kraus verði ekki með Þjóðverjum í leiknum mikilvæga gegn Dönum á þriðjudaginn. „Ég hef ekki hugmynd um hvað þeir hafa á móti okkur," sagði skyttan Pascal Hens eftir leikinn. „Það lítur út fyrir að þeir vilja ekki fá okkur í undanúrslitin. Ég ætla annars ekkert að tjá mig um dómarana en ég er algerlega búinn að fá nóg." Eftir leik mætti Dominik Klein, leikmaður Kiel, í sjónvarpsviðtal og skoðaði síðustu sekúndurnar aftur á myndbandi. „Þetta er auðvitað algjör brandari," var það sem hann sagði. Markus Baur, þjálfari Lemgo, er sérfræðingur RTL-sjónvarpsstöðvarinnar og sagði eftir leik að dómararnir hefðu aldrei átt að fá að dæma leikinn. „Maður hefur séð þessa dómara reglulega á knæpunni síðustu daga. Frammistaða þeirra í dag þarf því ekkert að koma á óvart," sagði Baur. Handbolti Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Sjá meira
Þjóðverjar eru allt annað en ánægðir með slóvenska dómaraparið sem dæmdi leik þeirra gegn Norðmönnum í dag. Noregur vann leikinn, 25-24, eftir dramatískar lokasekúndur. Norðmenn misstu boltann í innkast þegar fjórtán sekúndur voru til leiksloka og voru þar að auki tveimur mönnum færri. Dómaraparið lét hins vegar Christian Schöne þrítaka innkastið þar sem þeir vildu meina að það hefði verið vitlaust tekið. Sekúndurnar tifuðu burt og Norðmenn fögnuðu sigrinum. Heiner Brand þjálfari var brjálaður. Hann hljóp að dómurunum með hnefann á lofti og virtist sem svo að hann ætlaði að lemja annan dómarann. „Það er alveg ljóst að ég æsti mig mikið út í dómarana," sagði Brand eftir leikinn. „En það var ekki í eina skiptið. Ég varð mjög reiður þegar Mimi Kraus meiddist." Fyrirliðinn Kraus meiddist illa þegar að norski landsliðsmaðurinn Stian Vatne hrinti honum í gólfið með þeim afleiðingum að hann meiddist illa á hné. Brand staðfesti eftir leik að Kraus verði ekki með Þjóðverjum í leiknum mikilvæga gegn Dönum á þriðjudaginn. „Ég hef ekki hugmynd um hvað þeir hafa á móti okkur," sagði skyttan Pascal Hens eftir leikinn. „Það lítur út fyrir að þeir vilja ekki fá okkur í undanúrslitin. Ég ætla annars ekkert að tjá mig um dómarana en ég er algerlega búinn að fá nóg." Eftir leik mætti Dominik Klein, leikmaður Kiel, í sjónvarpsviðtal og skoðaði síðustu sekúndurnar aftur á myndbandi. „Þetta er auðvitað algjör brandari," var það sem hann sagði. Markus Baur, þjálfari Lemgo, er sérfræðingur RTL-sjónvarpsstöðvarinnar og sagði eftir leik að dómararnir hefðu aldrei átt að fá að dæma leikinn. „Maður hefur séð þessa dómara reglulega á knæpunni síðustu daga. Frammistaða þeirra í dag þarf því ekkert að koma á óvart," sagði Baur.
Handbolti Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Sjá meira