LeBron tjáir sig loksins Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. júní 2009 17:15 LBron James. Nordic Photos/Getty Images LeBron James er loksins búinn að opna sig eftir að lið hans, Cleveland Cavaliers, féll úr leik gegn Orlando í úrslitum Austurdeildar í NBA-körfuboltanum. James stormaði út úr salnum eftir síðasta leikinn og tók ekki í hendur félaga síns úr Ólympíuliðinu, Dwight Howard, né óskaði nokkrum leikmanni Orlando til hamingju. Hann sagðist þó hafa sent Howard tölvupóst og óskað honum til hamingju. „Það er erfitt fyrir mig að óska einhverjum til hamingju eftir að hafa tapað. Ég er sigurvegari og þetta snýst ekkert um að vera með óíþróttamannslega hegðun. Ef einhver lemur þig þá ertu ekkert að fara að óska honum til hamingju. Mér finnst það hálfvitalegt. Ég er keppnismaður," sagði James sem segist vera ánægður með Cleveland í vetur. „Mér líður vel og er mjög ánægður með það sem við höfum verið að gera hér í vetur. Maður vill sjá lið taka framförum og það gerðist. Ég tel þetta lið geti gert enn betur á næsta ári," sagði James. Mikið hefur verið skrifað og skrafað um framtíð James sem á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Cavs. Félagið getur boðið honum nýjan samning þann 18. júlí en James vildi ekkert gefa upp um hvort hann ætlaði sér að gera nýjan samning við Cleveland. „Ég veit það ekki. Ég hef ekkert hugsað um það enn þá. Nú ætla ég að fara í frí án þess að hugsa um samninga eða körfubolta á meðan. Svo skoða ég málið," sagði James að lokum. NBA Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
LeBron James er loksins búinn að opna sig eftir að lið hans, Cleveland Cavaliers, féll úr leik gegn Orlando í úrslitum Austurdeildar í NBA-körfuboltanum. James stormaði út úr salnum eftir síðasta leikinn og tók ekki í hendur félaga síns úr Ólympíuliðinu, Dwight Howard, né óskaði nokkrum leikmanni Orlando til hamingju. Hann sagðist þó hafa sent Howard tölvupóst og óskað honum til hamingju. „Það er erfitt fyrir mig að óska einhverjum til hamingju eftir að hafa tapað. Ég er sigurvegari og þetta snýst ekkert um að vera með óíþróttamannslega hegðun. Ef einhver lemur þig þá ertu ekkert að fara að óska honum til hamingju. Mér finnst það hálfvitalegt. Ég er keppnismaður," sagði James sem segist vera ánægður með Cleveland í vetur. „Mér líður vel og er mjög ánægður með það sem við höfum verið að gera hér í vetur. Maður vill sjá lið taka framförum og það gerðist. Ég tel þetta lið geti gert enn betur á næsta ári," sagði James. Mikið hefur verið skrifað og skrafað um framtíð James sem á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Cavs. Félagið getur boðið honum nýjan samning þann 18. júlí en James vildi ekkert gefa upp um hvort hann ætlaði sér að gera nýjan samning við Cleveland. „Ég veit það ekki. Ég hef ekkert hugsað um það enn þá. Nú ætla ég að fara í frí án þess að hugsa um samninga eða körfubolta á meðan. Svo skoða ég málið," sagði James að lokum.
NBA Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira