Viðskipti innlent

Semja við Svíana

Applicon er norrænt ráðgjafarfyrirtæki í eigu Nýherja-samsteypunnar.Mynd/applicon
Applicon er norrænt ráðgjafarfyrirtæki í eigu Nýherja-samsteypunnar.Mynd/applicon

Applicon í Svíþjóð hefur gert samning við tvö af stærstu fjármálafyrirtækjum Svíþjóðar, Swedbank og Nordea-bankann, um innleiðingu á Calypso, sem er hugbúnaður fyrir viðskipti á verðbréfamörkuðum. Applicon er í eigu Nýherja-samsteypunnar. Samningurinn við Nordea og Swedbank felur í sér víðtæka innleiðingu á ákveðnum fjármálaafurðum Applicon og meðal annars er gert ráð fyrir að Nordea taki búnaðinn í notkun í nokkrum löndum þar sem fyrirtækið er með starfsemi.

Applicon hefur einnig verið að vinna í að markaðssetja hugbúnaðinn um Evrópu. „Nú um stundir er unnið að tækifærum í Þýskalandi, Hollandi, Portúgal, Eistlandi og víðar. Þá er þekking og lausnir Applicon kunn meðal okkar samstarfsaðila, s.s. IBM, sem gerir það að verkum að ráðgjafar Applicon vinna að alþjóðlegum verkefnum við góðan orðstír," segir Heimir Fannar Gunnlaugsson sem stýrir alþjóðlegum sölu- og markaðsmálum hjá Applicon.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×