Viðskipti innlent

Segir alla útreikninga á afleiðingum Icesave vera gallaða

Jón Daínelsson hagfræðingur við London School of Economics segir að allir útreikningar sem hann hafi séð á afleiðingum Icesave samkomulagsins séu gallaðir. Þetta kemur fram í grein eftir Jón sem birt er í Morgunblaðinu í dag.

Greining ber fyrirsögnina „Er ríkisstjórnin að gera samskonar mistök og útrásarvíkingarnir?" og þar heldur Jón því fram að vinnubrögðin í tengslum við Icesave séu óverjandi. Hraði skipti öllu máli og engin þörf virðist á að kanna málið til þrautar.

„Icesave-lánið á að skilyrða miðað við efnahagsþróun á Íslandi, verðmætasköpun, útflutningstekjur og innheimtu á eignum Landsbankans," segir Jón Daníelsson í grein sinni.

Jón veltir fyrir sér afleiðingum þess ef Icesave málinu verði frestað eða samkomulaginu hafnað. Hann segir að hvergi hafi verið skilgreint nákvæmlega hvaða tjón það er sem landið munu hljóta fresti þingið Icesave-frumvarpinu fram á haust.

Fram kemur að hann telur afarólíklegt að Íslandi verði vísað úr EES, tafir verði á ESB-umsókn eða eignir ríkisins verði gerðar upptækar. „Meðal Breta og Hollendinga ríkir ekki reiði eða refsigleði í garð Íslendinga, fremur samúð, sanngirni og hjálpfýsi," segir Jón.

Þá kemur fram hjá Jóni að hafi íslenskum stjórnvöldum verið hótað því að aðildarumsókn að ESB verði torsóttari ef alþingi samþykki ekki Icesave eigi að gera almenningi grein fyrir þeim hótunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×