Viðskipti innlent

Aflaheimildir notaðar sem skiptimynt í braski útgerða

Núverandi handhafar aflaheimilda geta hagnast gríðarlega á því að hafa heimildir í vannýttum tegundum eins og t.d. úthafsrækju undir höndum til þess að geta leigt út aðrar og dýrari tegundir, t.d. í þorski og ýsu, til kvótalítilla útgerða, þ.e. svokallaðra leiguliða.

Þetta kemur fram í grein eftir Þórð Má Jónsson viðskiptalögfræðing á vefsíðunni Smugan. Þar segir að ekki sé heimilt að leigja frá sér meira en sem nemur 50% aflaheimilda í þorskígildum og til þess að skapa sér aukinn útleigurétt í dýrari tegundum eru ódýrari tegundir eins og t.d. úthafsrækja notaðar sem skiptimynt og látnar detta niður dauðar og óveiddar.

Það eru aftur á móti fjölmargir aðilar sem hafa áhuga á því að sækja úthafsrækjuna en hafa enga möguleika til þess þar sem veiðiheimildirnar eru notaðar sem skiptimynt í þessu leigubraski! Fyrir þetta blæðir auðvitað þjóðarbúið þar sem gríðarleg verðmæti skila sér ekki inn í þjóðarbúið. Varla er hægt að kalla þetta fyrirkomulag annað en nútíma lénsherrakerfi, þar sem „sameign þjóðarinnar" er leiguandlag í höndum lénsherranna.

Hér má sjá greinina í heild sinni.

 














Fleiri fréttir

Sjá meira


×