Viðskipti innlent

Ásmundur fær ekki borgað fyrir stjórnarformennskuna

Ásmundur Stefánsson, bankastjóri Landsbankans.
Ásmundur Stefánsson, bankastjóri Landsbankans. MYND/GVA
Ásmundur Stefánsson, bankastjóri Landsbankans, þiggur ekki laun fyrir að gegna stjórnarformennsku í eignaumsýslufélögum Landsbankans en tilkynnt var um stofnun þeirra í gær. Dótturfélög bankans, Reginn ehf, og Eignarhaldsfélagið Vestia fara annars vegar með eignarhald bankans á fasteignum og hinsvegar með eignarhald Landsbankans á hlutaféi annara rekstrarfélaga.

Tinna Molphy, upplýsingafulltrúi Landsbankans segir að stjórnarformennska Ásmundar í félögunum sé launalaus enda tíðkist ekki að greiða starfsmönnum bankans fyrir stjórnarsetu í dótturfélögum hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×