Viðskipti innlent

Einkabankaþjónusta Nordea best

Tveir Íslendingar vinna nú að því að setja upp deild fyrir íslenska viðskiptavini hjá Nordea-bankanum í Lúxemborg.
Tveir Íslendingar vinna nú að því að setja upp deild fyrir íslenska viðskiptavini hjá Nordea-bankanum í Lúxemborg.

„Við fengum vinnu hér úti einfaldlega af því að við erum íslenskir bankamenn," segir Sveinn Helgason, starfsmaður norræna risabankans Nordea í Lúxemborg. Hann vinnur nú að því ásamt Herði Guðmundssyni að setja upp sérstaka deild fyrir íslenska viðskiptavini bankans.

Nordea, sem er einn stærsti banki Norðurlanda, var nýverið verðlaunaður fyrir að bjóða upp á bestu einkabankaþjónustu í könnun sem MyPrivateBanking.com stóð fyrir. Um tuttugu einkabankar tóku þátt í könnuninni. Nordea hlaut 79 stig í einkunn af hundrað mögulegum.

Meðaleinkunn hinna bankanna sem kannaðir voru var 52 stig.

Þetta er í annað sinn á árinu sem Nordea hlýtur verðlaun fyrir einkabankaþjónustuna en hann var valinn best bankinn í einkabankaþjónustu á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum af fagtímaritinu Euromoney í febrúar.

Sveinn vann hjá Landsbankanum í Lúxemborg en Hörður hjá Glitni. Í kjölfar ríkisvæðingar bankanna í október bauð Nordea viðskiptavinum íslensku bankanna ytra að færa sig yfir og gerði stór hluti þeirra það. Í kjölfarið voru þeir Sveinn og Hörður ráðnir til Nordea til að setja á laggirnar deild sem einbeitir sér að íslenskum viðskiptavinum. Sérstakar deildir eru innan bankans fyrir viðskiptavini af ýmsum þjóðernum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×