Innlent

Sækja stuðninginn fast

Gylfi magnúson Viðskiptaráðherra segir það koma vel til greina að sækjast eftir samstarfi við Seðlabanka Evrópu.
Gylfi magnúson Viðskiptaráðherra segir það koma vel til greina að sækjast eftir samstarfi við Seðlabanka Evrópu.

„Ég fagna því að niðurstaða sé komin í þessu máli," segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. „Ég hefði greitt atkvæði með þessari tillögu ef ég hefði haft atkvæðis-rétt." Hann segir að nú reyni á stjórnina að hafa samninginn sem hagfelldastan.

Aðspurður segir Gylfi það koma vel til greina að sækjast eftir samstarfi við Seðlabanka Evrópu í gjaldeyrismálum. Hann segir það hægt bæði á grundvelli EES-samningsins og sem lið í umsóknarferli að Evrópusambandinu.

Hann segir það vel þess virði að sækjast nokkuð fast eftir því að fá stuðning í gjaldeyrismálum frá bankanum. Hann segir líklegt að gengið verði til viðræðna við Seðlabanka Evrópu næsta haust.

„Þær viðræður þurfa ekki að tengjast umsóknarferlinu beint og geta farið fram samhliða þeim viðræðum."

Aðspurður segist hann ekki ætla að spá fyrir um mikla styrkingu krónunnar í kjölfar þessa samkomulags. Gylfi getur þó ekki séð annað en að það verði metið krónunni til tekna að vera á þessari vegferð þótt það sé ekki ljóst á þessari stundu hvernig hún endar.

Hann segir nauðsynlegt að semja við Evrópusambandið um sjávarútvegsmálin.

„Það er óhagfellt fyrir Íslendinga að aðlaga okkar veiðar algjörlega að stefnu ESB. Við þurfum að semja um þessi mál."- bþa










Fleiri fréttir

Sjá meira


×