Innlent

Dregur úr inflúensunni

Heildarfjöldi öndunarfærasýna og hlutfall sýna með svínaflensu frá júnílokum til 6. desember sl. Mynd/Landlaeknir.is
Heildarfjöldi öndunarfærasýna og hlutfall sýna með svínaflensu frá júnílokum til 6. desember sl. Mynd/Landlaeknir.is
Mikið hefur dregið úr inflúensunni. Í síðustu viku greindist samtals 101 einstaklingur með inflúensulík einkenni samkvæmt skráningu heilbrigðisþjónustunnar. Tilfellum fækkaði bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Frá 29. júní til 6. desember höfðu greinst 9733 einstaklingar með inflúensulík einkenni, þar af voru 4453 karlar og 5280 konur. Þetta kemur fram á vef landlæknisembættisins.



Einungis eitt svínaflensutilfelli


Fram til 6. desember höfðu 700 einstaklingar greinst hér á landi með svínaflensu, inflúensu A(H1N1)v, á veirufræðideild Landspítala. Þar af voru 345 karlar og 355 konur. Einungis eitt sýni af 23 sem bárust á rannsóknarstofuna í síðustu viku vegna öndunarfærasýkingar var jákvætt fyrir svínaflensu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×