Rauðlitaðir hlutabréfamarkaðir víða um heim 8. janúar 2009 09:11 Miðlarar rýna í markaðinn. Mynd/AP Lækkun einkennir helstu hlutabréfamarkaði víða um heim eftir verðfall á bandarískum fjármálamörkuðum í gær. Helsta skýringin á fallinu eru væntingar um aukið atvinnuleysi vestanhafs og almennt slæmar afkomutölur bandarískra stórfyrirtækja. Staðfestar atvinnuleysistölur verða gefnar út á föstudag. Almennt er þó búist við að atvinnulausum muni fjölga um sjö hundruð þúsund á milli mánaða. Þá hefur fjármálakreppan sett stórt strik í reikning stórfyrirtækja á borð við bandaríska tæknirisans Intel og afþreyingafyrirtækisins Time Warner auk þess sem bandarísa álfyrirtækið Alcoa tilkynnti í vikunni að það myndi segja upp tíu prósentum af starfsfólki sínu. Bandaríska dagblaðið Los Angeles Times sagðí í gærkvöldi tölurnar endurspegla þá slæmu stöðu sem komin sé upp í efnahagslífinu þar í landi. Í kjölfar tíðindanna féll Dow Jones-hlutabréfavísitalan um 2,72 prósent og S&P 500-vísitalan um slétt þrjú prósent. Þetta smitaði svo út frá sér á aðra markaði, svo sem til Asíu en Nikkei-vísitalan féll um fjögur prósent. Lækkunar gætir sömuleiðis í morgunsárið á evrópskum hlutabréfamörkuðum. Þannig hefur FTSE-hlutabréfavísitalan í Bretlandi lækkað um 0,35 prósent, DAX-vísitalan í Þýskalandi um 0,92 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi um 0,76 prósent. Norrænir markaðir hafa ekki farið varhluta af lækkunarhrinunni ef frá er skilin danski hlutabréfamarkaðurinn. Mest er fallið í Helsinki í Finnlandi, eða mínus 2,25 prósent en minnst í kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð. Hún hefur lækkað um 0,86 prósent. C-20 hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í Danmörku hefur á móti hækkað um 0,36 prósent. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Lækkun einkennir helstu hlutabréfamarkaði víða um heim eftir verðfall á bandarískum fjármálamörkuðum í gær. Helsta skýringin á fallinu eru væntingar um aukið atvinnuleysi vestanhafs og almennt slæmar afkomutölur bandarískra stórfyrirtækja. Staðfestar atvinnuleysistölur verða gefnar út á föstudag. Almennt er þó búist við að atvinnulausum muni fjölga um sjö hundruð þúsund á milli mánaða. Þá hefur fjármálakreppan sett stórt strik í reikning stórfyrirtækja á borð við bandaríska tæknirisans Intel og afþreyingafyrirtækisins Time Warner auk þess sem bandarísa álfyrirtækið Alcoa tilkynnti í vikunni að það myndi segja upp tíu prósentum af starfsfólki sínu. Bandaríska dagblaðið Los Angeles Times sagðí í gærkvöldi tölurnar endurspegla þá slæmu stöðu sem komin sé upp í efnahagslífinu þar í landi. Í kjölfar tíðindanna féll Dow Jones-hlutabréfavísitalan um 2,72 prósent og S&P 500-vísitalan um slétt þrjú prósent. Þetta smitaði svo út frá sér á aðra markaði, svo sem til Asíu en Nikkei-vísitalan féll um fjögur prósent. Lækkunar gætir sömuleiðis í morgunsárið á evrópskum hlutabréfamörkuðum. Þannig hefur FTSE-hlutabréfavísitalan í Bretlandi lækkað um 0,35 prósent, DAX-vísitalan í Þýskalandi um 0,92 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi um 0,76 prósent. Norrænir markaðir hafa ekki farið varhluta af lækkunarhrinunni ef frá er skilin danski hlutabréfamarkaðurinn. Mest er fallið í Helsinki í Finnlandi, eða mínus 2,25 prósent en minnst í kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð. Hún hefur lækkað um 0,86 prósent. C-20 hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í Danmörku hefur á móti hækkað um 0,36 prósent.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira