Viðskipti innlent

Gengi hlutabréfa Marel Food Systems féll um tólf prósent

Úr framleiðslusal Marel Food Systems.
Úr framleiðslusal Marel Food Systems.

Gengi hlutabréfa Marel Food Systems féll um rétt rúm tólf prósent í Kauphöllinni í dag eftir að það tilkynnti að stjórn félagsins ætli að efna til hlutafjárútboðs meðal fagfjárfesta.

Þá féll gengi bréfa Alfesca um 4,76 prósent en bréf Færeyjabanka lækkaði um 0,42 prósent.

Gengi hlutabréfa Bakkavarar hækkaði um 3,57 prósent á sama tíma.

Gamla Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,83 prósent og endaði í 262 stigum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×