Viðskipti innlent

Enn hækkar Straumur

William Fall, forstjóri Straums.
William Fall, forstjóri Straums. Mynd/Rósa

Gengi hlutabréfa í Straumi hefur hækkað um 1,78 prósent í dag en það hefur nú hækkað jafnt og þétt frá því á fimmtudag í síðustu viku, eða um 44,5 prósent. Það stendur nú í 1,72 krónum á hlut. Fyrir sléttu ári stóð gengið hins vegar í rétt rúmum 14 krónum á hlut.

Þá hefur gengi bréfa í Bakkavör hækkað næstmest í dag, eða um 0,48 prósent.

Á sama tíma hefur gengi bréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, fallið um 11,66, prósent og bréf Færeyjabanka lækkað um 1,27 prósent.

Úrvalsvísitalan stendur óbreytt frá í gær í 321 stigi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×