Handbolti

Guðjón Valur í banastuði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðjón Valur fór á kostum líkt og svo oft áður.
Guðjón Valur fór á kostum líkt og svo oft áður. Nordic Photos/Bongarts

Guðjón Valur Sigurðsson fór mikinn í liði Rhein-Neckar Löwen í dag er liðið skellti Göppingen, 39-32.

Guðjón Valur skoraði 9 mörk fyrir Löwen en Jaliesky Garcia Padron komst ekki á blað hjá Göppingen.

Fyrrum félag Guðjóns, Gummersbach, fór illa með Minden og vann 43-29. Róbert Gunnarsson skoraði 5 mörk fyrir Gummersbach. Gylfi Gylfason skoraði 4 mörk fyrir Minden og Ingimundur Ingimundarson 1.

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel eru óstöðvandi og unnu sinn 21. leik í röð í deildinni er það vann Grosswallstadt, 31-23. Kiel er langefst í deildinni.

Einar Hólmgeirsson lék ekki með Grosswallstadt vegna meiðsla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×