Herra Júlíus 8. ágúst 2009 00:01 Á vormánuðum tók ég eftir nokkrum ljósum hárum á höku mér og þegar ég horfði í spegil í ákveðinni birtu á hlið sá ég að svæðið í kringum höku og munn var helst farið að minna á norskan ungling. Skeggjaða konan. Hversu oft hafði maður hlegið að því? Ekki jafn fyndið þegar maður fékk að reyna það á eigin skinni. Höfðu brjóstin á mér minnkað? Hafði höfuðhárið þynnst og var ég að fá ístru? Mér fannst ég sjá þess ótvíræð merki að eitthvað mikið væri að. Var ég að breytast í karlmann? Ég hringdi í lækni og sagðist vera að breyta um kyn. Ég var klárlega talin galin af mínum nánustu sem hristu hausinn og biðu eftir að þessi della gengi yfir – ég væri ekki að breytast í karlmann. Læknirinn sannfærði mig um að ég væri ekki að sturlast og skoðaði álkuna á mér í smásjá – jú, þarna væri húðin eitthvað grófari. Ég hringdi sigri hrósandi í fjölskylduna sem ég hafði margsinnis dregið með mér út á svalir, steytt puttanum framan í mig: „Sjáðu bara, sjáðu!“ en annaðhvort, kurteisi eða blindu vegna, hafði enginn þóst sjá neitt. Til að komast að því hvað nákvæmlega væri í gangi reyndist mikilvægt að senda mig í blóðprufu og athuga skjaldkirtil og hormónabúskap. Ferlið var langt, enda þurfti blóðprufan að fara fram á sérstökum tíma og sumarfrí alls staðar. Fyrir tveimur vikum fékk ég niðurstöður sem sýndu að magn testósteróns í blóðinu hafði hækkað og herra Júlíus horfði á börnin sín, hugsandi hvernig hún ætti að segja þeim að nú ættu þau tvo feður og hvernig sambýlismaðurinn myndi taka tíðindunum. Lausn er, þökk sé læknavísindunum, til fyrir þó flesta kvilla er hrjá nútímamanninn í dag. Væri ég uppi á öðrum tíma hefði ég kannski endað sem hlægilega goðsögnin um skeggjuðu konuna í sirkusnum. Fólkið mitt horfir hins vegar furðu lostið á mig veifa niðurstöðunum sigri hrósandi – ég vissi það! Ég ER að breytast í karlmann. Enn fremur sýndi þetta mér að það er mun oftar sem við eigum að hlusta á eigin hjarta og fylgja fyrstu tilfinningu – brjóstvitið hefur nefnilega slag í slag rétt fyrir sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun
Á vormánuðum tók ég eftir nokkrum ljósum hárum á höku mér og þegar ég horfði í spegil í ákveðinni birtu á hlið sá ég að svæðið í kringum höku og munn var helst farið að minna á norskan ungling. Skeggjaða konan. Hversu oft hafði maður hlegið að því? Ekki jafn fyndið þegar maður fékk að reyna það á eigin skinni. Höfðu brjóstin á mér minnkað? Hafði höfuðhárið þynnst og var ég að fá ístru? Mér fannst ég sjá þess ótvíræð merki að eitthvað mikið væri að. Var ég að breytast í karlmann? Ég hringdi í lækni og sagðist vera að breyta um kyn. Ég var klárlega talin galin af mínum nánustu sem hristu hausinn og biðu eftir að þessi della gengi yfir – ég væri ekki að breytast í karlmann. Læknirinn sannfærði mig um að ég væri ekki að sturlast og skoðaði álkuna á mér í smásjá – jú, þarna væri húðin eitthvað grófari. Ég hringdi sigri hrósandi í fjölskylduna sem ég hafði margsinnis dregið með mér út á svalir, steytt puttanum framan í mig: „Sjáðu bara, sjáðu!“ en annaðhvort, kurteisi eða blindu vegna, hafði enginn þóst sjá neitt. Til að komast að því hvað nákvæmlega væri í gangi reyndist mikilvægt að senda mig í blóðprufu og athuga skjaldkirtil og hormónabúskap. Ferlið var langt, enda þurfti blóðprufan að fara fram á sérstökum tíma og sumarfrí alls staðar. Fyrir tveimur vikum fékk ég niðurstöður sem sýndu að magn testósteróns í blóðinu hafði hækkað og herra Júlíus horfði á börnin sín, hugsandi hvernig hún ætti að segja þeim að nú ættu þau tvo feður og hvernig sambýlismaðurinn myndi taka tíðindunum. Lausn er, þökk sé læknavísindunum, til fyrir þó flesta kvilla er hrjá nútímamanninn í dag. Væri ég uppi á öðrum tíma hefði ég kannski endað sem hlægilega goðsögnin um skeggjuðu konuna í sirkusnum. Fólkið mitt horfir hins vegar furðu lostið á mig veifa niðurstöðunum sigri hrósandi – ég vissi það! Ég ER að breytast í karlmann. Enn fremur sýndi þetta mér að það er mun oftar sem við eigum að hlusta á eigin hjarta og fylgja fyrstu tilfinningu – brjóstvitið hefur nefnilega slag í slag rétt fyrir sér.
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun