Arðgreiðslur HB Granda afar hófsamar 15. mars 2009 12:59 Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður HB Granda. Stjórnarformaður og forstjóri HB Granda segja arðgreiðslur félagsins afar hófsamar. Þeir fagna að félagið hafi tekist að halda uppi fullri starfsemi. Ákvörðun stjórnar félagsins um að leggja til við aðalfund félagsins að eigendum verði greiddar um 150 milljónir króna í arðgreiðslu hefur mætt andstöðu. Móðgun við verkafólk Tillagan hefur verið gagnrýnd í ljósi þess að almennir launamenn afsöluðu sér um 13 þúsund króna launhækkun til að koma til móts við atvinnurekendur í fjármálakreppunni. Arðgreiðslan sem stjórnin leggur til að eigendur fái í sinn vasa myndi nægja til þess að greiða öllu fiskverkunarfólki HB Granda þá launahækkun í átta ár. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði þetta örgustu móðgun við verkafólkið í fréttum Stöðvar 2 á föstudaginn. Á alla mælikvarða hófsöm arðgreiðsla Undanfarin ár hafa árlegar arðgreiðslur HB Granda numið 12% af nafnvirði hlutafjár, að fram kemur í yfirlýsingu frá Árna Vilhjálmssyni stjórnarformanni félagsins og Eggerti Benedikt Guðmundssyni. Það þyði að arður sem hlutfall af markaðsvirði hafi veirð á bilinu 1 til 1,5%. ,,Þetta telst á alla mælikvarða afar hófsöm arðgreiðsla, svo sem ljóst má vera ef litið er til vaxtakjara á bankainnistæðum og ríkisskuldabréfum. Samt sem áður hefur stjórn félagsins ákveðið að leggja til við aðalfund að arðgreiðsluhlutfallið lækki í 8% vegna ársins 2008. Þetta samsvarar 0,8% arði á útistandandi hlutafé, miðað við núverandi gengi 10." Fullri vinnu haldið uppi Árni og Eggert segja að lækkunin ráðist einkum af búsifjum vegna loðnuvertíðarbrests og af óvissu vegna umtalsverðra lækkana á verði nokkurra helstu afurða félagins. ,,Félagið fagnar því að hafa undanfarna mánuði getað haldið uppi fullri vinnu í fiskiðjuverum félagsins í Reykjavík og á Akranesi, enda er efnahagslífinu mikilvægast að starfandi fyrirtækjum sé haldið í stöðugum rekstri," segja Árni og Eggert í yfirlýsingunni. Tengdar fréttir Erfitt að fá svör hjá stjórn HB Granda Fréttastofa reyndi árangurslaust í dag að fá útskýringar hjá stjórn HB Granda á ákvörðun hennar um að leggja til við aðalfund félagsins að eigendum verði greiddar um 150 milljónir króna í arðgreiðslu. 14. mars 2009 21:00 HB Grandi greiðir út arð en hækkar ekki laun starfsfólks Stjórnendur HB Granda, sem komust hjá því að greiða fiskverkafólki sínu umsamda launahækkun um síðustu mánaðamót, ætla hinsvegar að greiða sjálfum sér 184 milljónir króna af rösklega tveggja milljarða króna gróða af rekstri síðasta árs. Verkalýðsforingi segir þetta örgustu móðgun við verkafólkið. 13. mars 2009 12:08 Greiða sér arð í stað þess að hækka laun starfsmanna Stjórn HB Granda leggur til að hluthöfum verði greiddur arður, sem myndi duga til að greiða öllu fiskvinnslufólki félagsins launahækkun, sem tekin var af því um mánaðamótin, í átta ár. Stjórnarmenn í HB Granda eru einnig stærstu eigendur fyrirtækisins, sem skilaði ríflega tveggja milljarða hagnaði í fyrra. 13. mars 2009 19:05 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Stjórnarformaður og forstjóri HB Granda segja arðgreiðslur félagsins afar hófsamar. Þeir fagna að félagið hafi tekist að halda uppi fullri starfsemi. Ákvörðun stjórnar félagsins um að leggja til við aðalfund félagsins að eigendum verði greiddar um 150 milljónir króna í arðgreiðslu hefur mætt andstöðu. Móðgun við verkafólk Tillagan hefur verið gagnrýnd í ljósi þess að almennir launamenn afsöluðu sér um 13 þúsund króna launhækkun til að koma til móts við atvinnurekendur í fjármálakreppunni. Arðgreiðslan sem stjórnin leggur til að eigendur fái í sinn vasa myndi nægja til þess að greiða öllu fiskverkunarfólki HB Granda þá launahækkun í átta ár. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði þetta örgustu móðgun við verkafólkið í fréttum Stöðvar 2 á föstudaginn. Á alla mælikvarða hófsöm arðgreiðsla Undanfarin ár hafa árlegar arðgreiðslur HB Granda numið 12% af nafnvirði hlutafjár, að fram kemur í yfirlýsingu frá Árna Vilhjálmssyni stjórnarformanni félagsins og Eggerti Benedikt Guðmundssyni. Það þyði að arður sem hlutfall af markaðsvirði hafi veirð á bilinu 1 til 1,5%. ,,Þetta telst á alla mælikvarða afar hófsöm arðgreiðsla, svo sem ljóst má vera ef litið er til vaxtakjara á bankainnistæðum og ríkisskuldabréfum. Samt sem áður hefur stjórn félagsins ákveðið að leggja til við aðalfund að arðgreiðsluhlutfallið lækki í 8% vegna ársins 2008. Þetta samsvarar 0,8% arði á útistandandi hlutafé, miðað við núverandi gengi 10." Fullri vinnu haldið uppi Árni og Eggert segja að lækkunin ráðist einkum af búsifjum vegna loðnuvertíðarbrests og af óvissu vegna umtalsverðra lækkana á verði nokkurra helstu afurða félagins. ,,Félagið fagnar því að hafa undanfarna mánuði getað haldið uppi fullri vinnu í fiskiðjuverum félagsins í Reykjavík og á Akranesi, enda er efnahagslífinu mikilvægast að starfandi fyrirtækjum sé haldið í stöðugum rekstri," segja Árni og Eggert í yfirlýsingunni.
Tengdar fréttir Erfitt að fá svör hjá stjórn HB Granda Fréttastofa reyndi árangurslaust í dag að fá útskýringar hjá stjórn HB Granda á ákvörðun hennar um að leggja til við aðalfund félagsins að eigendum verði greiddar um 150 milljónir króna í arðgreiðslu. 14. mars 2009 21:00 HB Grandi greiðir út arð en hækkar ekki laun starfsfólks Stjórnendur HB Granda, sem komust hjá því að greiða fiskverkafólki sínu umsamda launahækkun um síðustu mánaðamót, ætla hinsvegar að greiða sjálfum sér 184 milljónir króna af rösklega tveggja milljarða króna gróða af rekstri síðasta árs. Verkalýðsforingi segir þetta örgustu móðgun við verkafólkið. 13. mars 2009 12:08 Greiða sér arð í stað þess að hækka laun starfsmanna Stjórn HB Granda leggur til að hluthöfum verði greiddur arður, sem myndi duga til að greiða öllu fiskvinnslufólki félagsins launahækkun, sem tekin var af því um mánaðamótin, í átta ár. Stjórnarmenn í HB Granda eru einnig stærstu eigendur fyrirtækisins, sem skilaði ríflega tveggja milljarða hagnaði í fyrra. 13. mars 2009 19:05 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Erfitt að fá svör hjá stjórn HB Granda Fréttastofa reyndi árangurslaust í dag að fá útskýringar hjá stjórn HB Granda á ákvörðun hennar um að leggja til við aðalfund félagsins að eigendum verði greiddar um 150 milljónir króna í arðgreiðslu. 14. mars 2009 21:00
HB Grandi greiðir út arð en hækkar ekki laun starfsfólks Stjórnendur HB Granda, sem komust hjá því að greiða fiskverkafólki sínu umsamda launahækkun um síðustu mánaðamót, ætla hinsvegar að greiða sjálfum sér 184 milljónir króna af rösklega tveggja milljarða króna gróða af rekstri síðasta árs. Verkalýðsforingi segir þetta örgustu móðgun við verkafólkið. 13. mars 2009 12:08
Greiða sér arð í stað þess að hækka laun starfsmanna Stjórn HB Granda leggur til að hluthöfum verði greiddur arður, sem myndi duga til að greiða öllu fiskvinnslufólki félagsins launahækkun, sem tekin var af því um mánaðamótin, í átta ár. Stjórnarmenn í HB Granda eru einnig stærstu eigendur fyrirtækisins, sem skilaði ríflega tveggja milljarða hagnaði í fyrra. 13. mars 2009 19:05