Viðskipti innlent

FT bjartsýnt fyrir Íslands hönd

Leiðarahöfundur segir Jóhönnu Sigurðardóttur eiga erfitt verk fyrir höndum.
Leiðarahöfundur segir Jóhönnu Sigurðardóttur eiga erfitt verk fyrir höndum.

Bjartsýni gætir fyrir Íslands hönd í leiðara breska blaðsins Financial Times í dag. Þar er talið að framtíð Íslendinga liggi í Evrópusambandinu eða í myntsamstarfi við einhverja af hinum norrænu þjóðunum.

Leiðarahöfundur FT hefur pistil sinn, sem hann nefnir Ísland lofað, á því að þrátt fyrir að febrúar sé genginn í garð sé langt í að vetrinum ljúki hér á landi. Hins vegar blasi ekki algjört svartnætti við þjóðinni þar sem undirstöðurnar í efnhagslífinu séu sterkar.

Reyndar megi öfunda Íslendinga af afrekum sínum þrátt fyrir hrunið bankakerfi. Landsmenn búi meðal annars að sjávarútvegi, fyrirtæki sem selji fiskvinnsluvélar um allan heim og ódýrri orku. Þá njóti landið góðs af flugi milli Evrópu og Bandaríkjamanna í ferðaþjónustunni og státi á ýmsum afrekum á menningarsviðinu. ,,Þrátt fyrir að fjármálageirinn hafi þurrkast út er engin ástæða til að ætla annað en að aðrir geirar standi sterkir. Ísland er ekki bananalýðveldi," segir leiðarahöfundur.

Hann bendir þó að stjórnvalda bíði það verkefni að skapa stöðuleika á hinu pólitíska sviði og að Jóhanna Sigurðardóttir verði að knýja í gegn umbætur, sérstaklega á sviði peningamála. Ekki gangi lengur fyrir Íslendinga að reka sjálfstæða peningamálastefnu og því liggi möguleikar Íslands í því að ganga til liðs við Evrópusambandið og taka upp evru eða kanna möguleika á myntsamstarfi við önnur norræn ríki. Á sama tíma verði að endurreisa bankakerfið og greina frá þvi hvaða skuldir ríkið muni axla.

Þetta dugi ekki því marka verði stefnu í atvinnumálum svo atvinnulausir Íslendingar fái vinnu á ný. Einhver þeirra starfa verði í fjármálageiranum en Ísland hafi sem betur fer margt annað að bjóða.

Pistilinn má nálgast hér.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×