Viðskipti innlent

Opin kerfi ehf. ekki sama og Opin Kerfi Group

Opin kerfi ehf. vilja gjarnan koma því á framfæri að fyrirtækið tengist ekki Opnum Kerfum Group hf. sem tilkynnti í morgun um 892 milljónar króna tap á síðasta ári vegna starfsemi sinnar á Norðurlöndunum. Þetta hefur ekkert með fyrirtækið Opin kerfi ehf. á Íslandi að gera. Í nóvember 2007 keypti eignarhaldsfélagið OK2 ehf., sem er í eigu Frosta Bergssonar, Opin Kerfi ehf. út úr Hands Holding. Síðan þá hafa fyrirtækin verið aðskilin þrátt fyrir að bera lík nöfn.

Frosti Bergsson var einn af stofnendum Opinna kerfa árið 1984 sem þá hét HP á Íslandi. Fyrirtækið er í dag í eigu fjárfestingarfélags Frosta og fjölskyldu ( 89,3%), Skipta (3,8%) og starfsfólks (6,9%).

Í tilkynningu frá Opnum kerfum ehf. kemur fram að félagið hafi skilað góðri afkomu það sem af er þessu ári „og endugreiddi fyrirtækið, sem dæmi, nýlega skerðingu launa starfsmanna sinna frá því á fyrsta ársfjórðungi."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×