Móðursýkin er í rénun Jón Kaldal skrifar 14. nóvember 2009 06:00 Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur sagði litla en merkilega sögu í viðtali í Fréttablaðinu um síðustu helgi. Hún fjallaði um hversu víða fréttir af meintum hörmungum á Íslandi hafa borist. Með henni tókst Hjálmari á einfaldan hátt að setja hlutina í upplýsandi samhengi. Gefum honum orðið: „Verst fannst mér þó þegar ég fékk bréf frá kunningja mínum, presti í Úganda í Afríku. Þar er bláfátækt fólk en hann spurði hvort hann gæti hjálpað okkur. Ég dauðskammaðist mín. Um hvað erum við eiginlega að biðja, básúnandi um eymd okkar um allan heim?" Í þessum orðum séra Hjálmars felast þörf og tímabær skilaboð. Fyrir ári greip um sig fjöldamóðursýki á Íslandi, sem hefur staðið of lengi. Afraksturinn er meðal annars sá að þjóðin, sem sögulega hefur verið sú allra bjartsýnasta á heimsvísu, er komin alveg yfir á hinn endann, og er nú svartsýnust allra. Þá niðurstöðu má lesa um í nýrri skoðanakönnun sem var gerð nú á haustdögum í 24 löndum og Capacent Gallup sagði frá í gær. Í könnuninni kemur fram að svartsýninni fylgir dapurlega hár skammtur af þunglyndi. Þar eru Íslendingar líka á röngum enda listans því hlutfall þeirra sem segjast hafa upplifað þunglyndi, sem beina afleiðingu af efnahagsástandinu, er áberandi hæst hér á landi, eða 42 prósent. Í öðrum löndum könnunarinnar er meðaltalið 17 prósent. Þetta eru ekki uppörvandi tölur. Fyrirfram hefði maður talið að íslensk þjóð byggi jafnvel yfir æðruleysi í ríkari mæli en aðrar þjóðir eftir meira en tólf hundruð ára dvöl á hjara veraldar í nábýli við eldfjöll og vægðarlausa veðurguði. Sú reyndist hreint ekki raunin þegar á reyndi. Þvert á móti virðumst við eiga erfiðara með að halda haus þegar á móti blæs en aðrar þjóðir. Þetta þekkja þeir til dæmis sem hafa fylgst með lífinu á Spáni eða í Bandaríkjunum. Á báðum stöðum hefur heimskreppan látið finna harkalega fyrir sér. Atvinnuleysi á Spáni var til að mynda 18 prósent í október og í Bandaríkjunum var það 10 prósent. Þetta ástand hefur þó ekki yfirtekið alla umræðuna eins og hér, þar sem atvinnuleysið er 7,6 prósent og kreppuberserkir halda áfram að senda frá sér heimsendaspár. Viðbrögð þjóðarinnar við atburðum undanfarins árs eiga örugglega eftir að verða rannsóknarefni í sálfræði og félagsfræði. Ein skýringin á útbreiddu hamsleysinu getur verið að svartsýnin og þunglyndið sé birtingarmynd af því að sjálfsmynd þjóðarinnar brast síðasta haust. Sú mynd var hins vegar örugglega ekki síður byggð á ranghugmyndum um yfirburði þjóðarinnar en núverandi dökk sýn á stöðuna. Könnun Capacent er sem betur fer ekki alvond. Út úr henni má líka lesa að innlend svartsýni, þó mikil sé, er í rénun frá því að hún varð mest í sumar. Yfir því má gleðjast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Tvöfalt heilbrigðiskerfi – það lakara fyrir konur Reynir Arngrímsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur sagði litla en merkilega sögu í viðtali í Fréttablaðinu um síðustu helgi. Hún fjallaði um hversu víða fréttir af meintum hörmungum á Íslandi hafa borist. Með henni tókst Hjálmari á einfaldan hátt að setja hlutina í upplýsandi samhengi. Gefum honum orðið: „Verst fannst mér þó þegar ég fékk bréf frá kunningja mínum, presti í Úganda í Afríku. Þar er bláfátækt fólk en hann spurði hvort hann gæti hjálpað okkur. Ég dauðskammaðist mín. Um hvað erum við eiginlega að biðja, básúnandi um eymd okkar um allan heim?" Í þessum orðum séra Hjálmars felast þörf og tímabær skilaboð. Fyrir ári greip um sig fjöldamóðursýki á Íslandi, sem hefur staðið of lengi. Afraksturinn er meðal annars sá að þjóðin, sem sögulega hefur verið sú allra bjartsýnasta á heimsvísu, er komin alveg yfir á hinn endann, og er nú svartsýnust allra. Þá niðurstöðu má lesa um í nýrri skoðanakönnun sem var gerð nú á haustdögum í 24 löndum og Capacent Gallup sagði frá í gær. Í könnuninni kemur fram að svartsýninni fylgir dapurlega hár skammtur af þunglyndi. Þar eru Íslendingar líka á röngum enda listans því hlutfall þeirra sem segjast hafa upplifað þunglyndi, sem beina afleiðingu af efnahagsástandinu, er áberandi hæst hér á landi, eða 42 prósent. Í öðrum löndum könnunarinnar er meðaltalið 17 prósent. Þetta eru ekki uppörvandi tölur. Fyrirfram hefði maður talið að íslensk þjóð byggi jafnvel yfir æðruleysi í ríkari mæli en aðrar þjóðir eftir meira en tólf hundruð ára dvöl á hjara veraldar í nábýli við eldfjöll og vægðarlausa veðurguði. Sú reyndist hreint ekki raunin þegar á reyndi. Þvert á móti virðumst við eiga erfiðara með að halda haus þegar á móti blæs en aðrar þjóðir. Þetta þekkja þeir til dæmis sem hafa fylgst með lífinu á Spáni eða í Bandaríkjunum. Á báðum stöðum hefur heimskreppan látið finna harkalega fyrir sér. Atvinnuleysi á Spáni var til að mynda 18 prósent í október og í Bandaríkjunum var það 10 prósent. Þetta ástand hefur þó ekki yfirtekið alla umræðuna eins og hér, þar sem atvinnuleysið er 7,6 prósent og kreppuberserkir halda áfram að senda frá sér heimsendaspár. Viðbrögð þjóðarinnar við atburðum undanfarins árs eiga örugglega eftir að verða rannsóknarefni í sálfræði og félagsfræði. Ein skýringin á útbreiddu hamsleysinu getur verið að svartsýnin og þunglyndið sé birtingarmynd af því að sjálfsmynd þjóðarinnar brast síðasta haust. Sú mynd var hins vegar örugglega ekki síður byggð á ranghugmyndum um yfirburði þjóðarinnar en núverandi dökk sýn á stöðuna. Könnun Capacent er sem betur fer ekki alvond. Út úr henni má líka lesa að innlend svartsýni, þó mikil sé, er í rénun frá því að hún varð mest í sumar. Yfir því má gleðjast.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun