Sóðinn á númer þrjú Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 19. september 2009 06:00 Flestar íbúagötur eiga sinn „sóða". Sóðinn geymir þá annaðhvort vörubílinn sinn í garðinum því það má ekki leggja vinnuvélum í götunni eða klárar aldrei húsið sitt því allt er í rugli. Á meðan góðborgararnir, nágrannar hans, eru úti og útbúa litla gervihóla í garðinum og dytta að litlu runnunum sínum og litlu steinunum og stígunum, er sóðinn á númer þrjú að útbúa sér andapoll með svörtum plastpokum. Í kringum 1985 var einn af þessum sóðum að koma upp girðingu við húsið sitt í Árbænum og notaði til þess einhvers konar bláa brúsa, af stærri gerðinni, sem hann hafði smám saman safnað sér, nágrannarnir sögðu, á haugunum. Hann náði aldrei að safna fleiri en tíu brúsum þannig að plastbrúsagirðingin var aldrei kláruð en engu síður stóðu þeir og mynduðu tíu brúsa línu meðfram gangstéttinni. Því miður, verð ég að segja, finnst mér sóðunum eitthvað hafa farið fækkandi. Enda þarf kannski minna til að nágrannarnir flippi í seinni tíð. Kannski ekki nema það að nágranninn fylgi ekki jólaskreytingastefnu húsfélagsins úr Egg (blessuð sé minning hennar). Eða að flippaði nágranninn setji upp gamaldags kertaskreytingu í anda Rúmfatalagersins og fær lesendabréf frá hr. epal, þriðju hæð til hægri. Auðvitað til hægri. Ehemm. Nú hefur Reykjavíkurborg ákveðið að leggja góðborgurum landsins lið og sendir bréf til sóða Reykjavíkurborgar - með ljósmyndum af vettvangi og tillögum um hvað betur megi fara. Ófrágengnar lóðir, ómálaðir gluggakarmar, vond garðumhirða og annað skal skjalfest. Allt skal líta vel út að utan - en hvernig á þetta að vera að innan? Ég er nokkuð viss um að jólin hjá sóðanum á númer þrjú voru miklu skemmtilegri en fólkinu með stíginn sinn litla. Kannski skilar þetta átak því að einhverjum líður betur í sínum fagurfræðilegu taugum. Eitt veit ég þó um, sem þetta skilar ekki börnum okkar og umhverfi - umburðarlyndi. Það er að sjálfsögðu ómögulegt að boðskapur sem byggist á því að allt skuli vera tipp topp kenni okkur að virða það sem er öðruvísi og kannski ekki alveg eins og við þekkjum. Fordómar fyrir því sem er öðruvísi þarf mun frekar aðhlynningu en bakgarður í Þingholtunum. Er ekki kominn tími til að leyfa því sem er öðruvísi að standa hnarreist eitt augnablik án þess að einhver mæti á staðinn með fyrirfram tilbúið steypumót? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Flestar íbúagötur eiga sinn „sóða". Sóðinn geymir þá annaðhvort vörubílinn sinn í garðinum því það má ekki leggja vinnuvélum í götunni eða klárar aldrei húsið sitt því allt er í rugli. Á meðan góðborgararnir, nágrannar hans, eru úti og útbúa litla gervihóla í garðinum og dytta að litlu runnunum sínum og litlu steinunum og stígunum, er sóðinn á númer þrjú að útbúa sér andapoll með svörtum plastpokum. Í kringum 1985 var einn af þessum sóðum að koma upp girðingu við húsið sitt í Árbænum og notaði til þess einhvers konar bláa brúsa, af stærri gerðinni, sem hann hafði smám saman safnað sér, nágrannarnir sögðu, á haugunum. Hann náði aldrei að safna fleiri en tíu brúsum þannig að plastbrúsagirðingin var aldrei kláruð en engu síður stóðu þeir og mynduðu tíu brúsa línu meðfram gangstéttinni. Því miður, verð ég að segja, finnst mér sóðunum eitthvað hafa farið fækkandi. Enda þarf kannski minna til að nágrannarnir flippi í seinni tíð. Kannski ekki nema það að nágranninn fylgi ekki jólaskreytingastefnu húsfélagsins úr Egg (blessuð sé minning hennar). Eða að flippaði nágranninn setji upp gamaldags kertaskreytingu í anda Rúmfatalagersins og fær lesendabréf frá hr. epal, þriðju hæð til hægri. Auðvitað til hægri. Ehemm. Nú hefur Reykjavíkurborg ákveðið að leggja góðborgurum landsins lið og sendir bréf til sóða Reykjavíkurborgar - með ljósmyndum af vettvangi og tillögum um hvað betur megi fara. Ófrágengnar lóðir, ómálaðir gluggakarmar, vond garðumhirða og annað skal skjalfest. Allt skal líta vel út að utan - en hvernig á þetta að vera að innan? Ég er nokkuð viss um að jólin hjá sóðanum á númer þrjú voru miklu skemmtilegri en fólkinu með stíginn sinn litla. Kannski skilar þetta átak því að einhverjum líður betur í sínum fagurfræðilegu taugum. Eitt veit ég þó um, sem þetta skilar ekki börnum okkar og umhverfi - umburðarlyndi. Það er að sjálfsögðu ómögulegt að boðskapur sem byggist á því að allt skuli vera tipp topp kenni okkur að virða það sem er öðruvísi og kannski ekki alveg eins og við þekkjum. Fordómar fyrir því sem er öðruvísi þarf mun frekar aðhlynningu en bakgarður í Þingholtunum. Er ekki kominn tími til að leyfa því sem er öðruvísi að standa hnarreist eitt augnablik án þess að einhver mæti á staðinn með fyrirfram tilbúið steypumót?
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun