HM-samantekt: Heimamenn og meistararnir á siglingu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. janúar 2009 08:30 Króatarnir Blazenko Lackovic og Vedran Zrnic fagna sigrinum á Svíum í gærkvöldi. Nordic Photos / AFP Nú er riðlakeppni heimsmeistarakeppninnar í handbolta sem fer fram í Króatíu lokið og ljóst hvaða lið komust áfram í milliriðlakeppnina. Eins og sjálfsagt mátti búast við eru heimamenn (Króatía) auk ríkjandi heims- (Þýskaland), Evrópu- (Danmörk) og Ólympíumeistara (Frakkland) í bestu málunum. Öll fara með fjögur stig með sér í milliriðlakeppnina og kæmi það ekki á óvart ef það verða þessi fjögur lið sem komast í undanúrslit mótsins. Það lið sem á ef til bestan möguleika á að blanda sér í þá baráttu eru Svíar en önnur handboltaveldi, svo sem Pólland, Spánn og Rússland, hafa valdið miklum vonbrigðum á mótinu. Tvö síðastnefndu liðin komust ekki einu sinni áfram í milliriðlakeppnina sem þykja mikil tíðindi. Íslandsbanarnir í Makedóníu hafa komið mörgum á óvart og eru í góðri stöðu fyrir milliriðlakeppnina. Vísir tekur hér saman leikina í lokaumferð riðlakeppninnar sem fóru fram í gær, skoðar stöðuna í milliriðlakeppninni sem hefst á morgun og veltir fyrir sér framhaldi mótsins.A-riðill:Úrslit: Argentína - Ástralía 36-16 Slóvakía - Rúmenía 28-23 Frakkland - Ungverjaland 27-22Lokastaðan: Frakkland 10 stig (+62 í markatölu) Slóvakía 7 (+33) Ungverjaland 7 (+33) Rúmenía 4 (+6) Argentína 2 (-4) Ástralía 0 (-130) Frétt: Frakkar með fullt hús stiga Það kom fáum á óvart að Frakkar fóru án nokkurra vandkvæða í gegnum þessa riðlakeppni, sem þeir í raun tóku „með vinstri". Það var bara spurning um hvort að Rúmeníu tækist að blanda sér með í baráttuna um 2.-3. sæti riðilsins. Það tókst ekki og því Slóvakar og Ungverjar sem fara áfram með Frökkum með eitt stig hvort þar sem liðin gerðu jafntefli í sinni innbyrðisviðureign. B-riðill:Úrslit: Kúveit - Kúba 23-26 Spánn - Suður-Kórea 23-24 Króatía - Svíþjóð 30-26Lokastaðan: Króatía 10 stig (+55 í markatölu) Svíþjóð 8 (+44) Suður-Kórea 6 (+14) Spánn 4 (+40) Kúba 2 (-75) Kúvæt 0 (-78) Frétt: Spánverjar sitja eftir Heimamenn þóttu hiksta í byrjun móts er þeir rétt mörðu Suður-Kóreu í opnunarleik mótsins. En það hefur komið á daginn að Suður-Kórea er með hörkulið sem gerði sér lítið fyrir og vann Spánverja í gær og fullkomnaði þar með niðurlægingu fyrrum heimsmeistaranna. Króatar unnu svo Svía í lokaleik riðlakeppninnar í gærkvöldi, 30-26, og virðast ætla að toppa á réttum tíma í þessu móti. Þeir ætla sér langt enda á heimavelli í þessari keppni. Það voru sjálfsagt vonbrigði fyrir Svía að tapa leiknum í gærkvöldi en þeir fara þó með tvö stig áfram í milliriðilinn en Suður-Kórea ekkert. C-riðill:Úrslit: Makedónía - Rússland 36-30 Þýskaland - Pólland 30-23 Túnis - Alsír 36-25Lokastaðan: Þýskaland 9 stig (+31 í markatölu) Makedónía 6 (+9) Pólland 6 (+15) Rússland 5 (-2) Túnis 4 (+1) Alsír 0 (-54) Frétt: Makedónía áfram eftir sigur á Rússum Frétt: Þjóðverjar fóru létt með Pólverja Þjóðverjar, ríkjandi heimsmeistarar, hafa aldeilis hysjað upp um sig brækurnar eftir að hafa átt misjöfnu gengi að fagna í fyrra en þá sérstaklega á Ólympíuleikunum í Peking. Þeir unnu afar sannfærandi sjö marka sigur á Pólverjum í lokaumferðinni en það voru einmitt þessi lið sem mættust í úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar í Þýskalandi fyrir tveimur árum. Þessi riðill hefur komið mjög á óvart. Fyrir það fyrsta fara Pólverjar áfram stigalausir í milliriðlakeppnina og þar að auki komust Rússar ekki áfram. Það áttu sjálfsagt fáir von á því. Íslendingar muna sjálfsagt vel eftir leikjunum gegn Makedóníu í júní síðastliðnum þar sem strákunum okkar mistókst að tryggja sér þátttökurétt á stórmóti í fyrsta sinn í níu ár. Margir sögðu að Íslendingar hefðu fyrst og fremst sjálfir klúðrað þessum leikjum en það er nú að koma í ljós að Makedónar eiga fullt erindi í þetta mót. Þeir unnu bæði Rússa og Pólverja og fara því áfram með tvö stig í milliriðlakeppnina - frábær árangur hjá þeim. D-riðill:Úrslit: Serbía - Sádí-Arabía 38-29 Egyptaland - Brasilía 25-22 Danmörk - Noregur 32-28Lokastaðan: Danmörk 10 stig (+46 í markatölu) Serbía 6 (+15) Noregur 6 (+39) Egyptaland 4 (-16) Brasilía 4 (-30) Sádí-Arabía 0 (-54) Frétt: Brasilíumenn misstu af tækifærinu Frétt: Danir kláruðu Norðmenn Það hafa verið nokkur óvænt úrslit í þessum riðli en Evrópumeistararnir, Danir, yfirstigu allar sínar hindranir og kláruðu riðilinn með fullt hús stiga. Norðmenn byrjuðu einnig vel en töpuðu síðustu tveimur leikjunum sínum, fyrst óvænt fyrir Serbum og svo fyrir Dönum í gærkvöldi, og fara því með ekkert stig í milliriðlakeppnina. Óhætt er að segja að það séu gríðarleg vonbrigði fyrir Norðmenn. Brasilíumenn hefðu átt góðan möguleika á að komast áfram í milliriðlakeppnina sem hefðu verið söguleg tíðindi en þótt þeir hefðu unnið Egypta í gær hefði það ekki dugað til þar sem Norðmenn töpuðu fyrir Dönum. Serbar töpuðu óvænt fyrir Brasilíu en björguðu sér aldeilis fyrir horn með sigrinum á Noregi í gær og fara því með tvö stig í milliriðlakeppnina sem er í raun ótrúlegur árangur.Milliriðill 1: Frakkland 4 stig (+14 í markatölu) Króatía 4 (+5) Svíþjóð 2 (+2) Ungverjaland 1 (-5) Slóvakía 1 (-9) Suður-Kórea 0 (-7) Næstu leikir (laugardagur): Slóvakía - Suður-Kórea Ungverjaland - Króatía Frakkland - Svíþjóð Liðin úr A- og B-riðlunum hittast í þessum milliriðli en það eru tvö efstu liðin úr hvorum riðli sem komast áfram í undanúrslitin. Það er ljóst að Svíar munu gera atlögu að efstu tveimur liðunum og byrja strax á erfiðasta verkefninu - gegn Frökkum - strax á laugardaginn. Svíar ættu að sigra bæði Ungverja og Slóvaka. En það verður einnig forvitnilegt að sjá hvernig Frakkar takast á við fyrsta „alvöru" andstæðing sinn á mótinu og hvort að þeir séu tilbúnir í hörkuleik en hingað til hefur þetta verið afskaplega létt og laggott hjá þeim.Milliriðill 2: Þýskaland 4 stig (+17 í markatölu) Danmörk 4 (+5) Serbía 2 (0) Makedónía 2 (-9) Noregur 0 (-5) Pólland 0 (-8)Næstu leikir (laugardagur): Makedónía - Noregur Pólland - Danmörk Þýskaland - Serbía Spútniklið Makedóníu og særðir Norðmenn mætast strax í fyrstu umferðinni á morgun. Það verður afar athyglisverður leikur og vafalaust jafn og spennandi. Pólverjar eru einnig að sleikja sárin og eiga afar erfitt verkefni fyrir höndum gegn sjálfum Evrópumeisturunum. Hætt er við því að Pólverjar muni bara gefast upp ef þeir vinna ekki Dani og því er leikurinn upp á líf og dauða fyrir þá. Handbolti Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Sjá meira
Nú er riðlakeppni heimsmeistarakeppninnar í handbolta sem fer fram í Króatíu lokið og ljóst hvaða lið komust áfram í milliriðlakeppnina. Eins og sjálfsagt mátti búast við eru heimamenn (Króatía) auk ríkjandi heims- (Þýskaland), Evrópu- (Danmörk) og Ólympíumeistara (Frakkland) í bestu málunum. Öll fara með fjögur stig með sér í milliriðlakeppnina og kæmi það ekki á óvart ef það verða þessi fjögur lið sem komast í undanúrslit mótsins. Það lið sem á ef til bestan möguleika á að blanda sér í þá baráttu eru Svíar en önnur handboltaveldi, svo sem Pólland, Spánn og Rússland, hafa valdið miklum vonbrigðum á mótinu. Tvö síðastnefndu liðin komust ekki einu sinni áfram í milliriðlakeppnina sem þykja mikil tíðindi. Íslandsbanarnir í Makedóníu hafa komið mörgum á óvart og eru í góðri stöðu fyrir milliriðlakeppnina. Vísir tekur hér saman leikina í lokaumferð riðlakeppninnar sem fóru fram í gær, skoðar stöðuna í milliriðlakeppninni sem hefst á morgun og veltir fyrir sér framhaldi mótsins.A-riðill:Úrslit: Argentína - Ástralía 36-16 Slóvakía - Rúmenía 28-23 Frakkland - Ungverjaland 27-22Lokastaðan: Frakkland 10 stig (+62 í markatölu) Slóvakía 7 (+33) Ungverjaland 7 (+33) Rúmenía 4 (+6) Argentína 2 (-4) Ástralía 0 (-130) Frétt: Frakkar með fullt hús stiga Það kom fáum á óvart að Frakkar fóru án nokkurra vandkvæða í gegnum þessa riðlakeppni, sem þeir í raun tóku „með vinstri". Það var bara spurning um hvort að Rúmeníu tækist að blanda sér með í baráttuna um 2.-3. sæti riðilsins. Það tókst ekki og því Slóvakar og Ungverjar sem fara áfram með Frökkum með eitt stig hvort þar sem liðin gerðu jafntefli í sinni innbyrðisviðureign. B-riðill:Úrslit: Kúveit - Kúba 23-26 Spánn - Suður-Kórea 23-24 Króatía - Svíþjóð 30-26Lokastaðan: Króatía 10 stig (+55 í markatölu) Svíþjóð 8 (+44) Suður-Kórea 6 (+14) Spánn 4 (+40) Kúba 2 (-75) Kúvæt 0 (-78) Frétt: Spánverjar sitja eftir Heimamenn þóttu hiksta í byrjun móts er þeir rétt mörðu Suður-Kóreu í opnunarleik mótsins. En það hefur komið á daginn að Suður-Kórea er með hörkulið sem gerði sér lítið fyrir og vann Spánverja í gær og fullkomnaði þar með niðurlægingu fyrrum heimsmeistaranna. Króatar unnu svo Svía í lokaleik riðlakeppninnar í gærkvöldi, 30-26, og virðast ætla að toppa á réttum tíma í þessu móti. Þeir ætla sér langt enda á heimavelli í þessari keppni. Það voru sjálfsagt vonbrigði fyrir Svía að tapa leiknum í gærkvöldi en þeir fara þó með tvö stig áfram í milliriðilinn en Suður-Kórea ekkert. C-riðill:Úrslit: Makedónía - Rússland 36-30 Þýskaland - Pólland 30-23 Túnis - Alsír 36-25Lokastaðan: Þýskaland 9 stig (+31 í markatölu) Makedónía 6 (+9) Pólland 6 (+15) Rússland 5 (-2) Túnis 4 (+1) Alsír 0 (-54) Frétt: Makedónía áfram eftir sigur á Rússum Frétt: Þjóðverjar fóru létt með Pólverja Þjóðverjar, ríkjandi heimsmeistarar, hafa aldeilis hysjað upp um sig brækurnar eftir að hafa átt misjöfnu gengi að fagna í fyrra en þá sérstaklega á Ólympíuleikunum í Peking. Þeir unnu afar sannfærandi sjö marka sigur á Pólverjum í lokaumferðinni en það voru einmitt þessi lið sem mættust í úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar í Þýskalandi fyrir tveimur árum. Þessi riðill hefur komið mjög á óvart. Fyrir það fyrsta fara Pólverjar áfram stigalausir í milliriðlakeppnina og þar að auki komust Rússar ekki áfram. Það áttu sjálfsagt fáir von á því. Íslendingar muna sjálfsagt vel eftir leikjunum gegn Makedóníu í júní síðastliðnum þar sem strákunum okkar mistókst að tryggja sér þátttökurétt á stórmóti í fyrsta sinn í níu ár. Margir sögðu að Íslendingar hefðu fyrst og fremst sjálfir klúðrað þessum leikjum en það er nú að koma í ljós að Makedónar eiga fullt erindi í þetta mót. Þeir unnu bæði Rússa og Pólverja og fara því áfram með tvö stig í milliriðlakeppnina - frábær árangur hjá þeim. D-riðill:Úrslit: Serbía - Sádí-Arabía 38-29 Egyptaland - Brasilía 25-22 Danmörk - Noregur 32-28Lokastaðan: Danmörk 10 stig (+46 í markatölu) Serbía 6 (+15) Noregur 6 (+39) Egyptaland 4 (-16) Brasilía 4 (-30) Sádí-Arabía 0 (-54) Frétt: Brasilíumenn misstu af tækifærinu Frétt: Danir kláruðu Norðmenn Það hafa verið nokkur óvænt úrslit í þessum riðli en Evrópumeistararnir, Danir, yfirstigu allar sínar hindranir og kláruðu riðilinn með fullt hús stiga. Norðmenn byrjuðu einnig vel en töpuðu síðustu tveimur leikjunum sínum, fyrst óvænt fyrir Serbum og svo fyrir Dönum í gærkvöldi, og fara því með ekkert stig í milliriðlakeppnina. Óhætt er að segja að það séu gríðarleg vonbrigði fyrir Norðmenn. Brasilíumenn hefðu átt góðan möguleika á að komast áfram í milliriðlakeppnina sem hefðu verið söguleg tíðindi en þótt þeir hefðu unnið Egypta í gær hefði það ekki dugað til þar sem Norðmenn töpuðu fyrir Dönum. Serbar töpuðu óvænt fyrir Brasilíu en björguðu sér aldeilis fyrir horn með sigrinum á Noregi í gær og fara því með tvö stig í milliriðlakeppnina sem er í raun ótrúlegur árangur.Milliriðill 1: Frakkland 4 stig (+14 í markatölu) Króatía 4 (+5) Svíþjóð 2 (+2) Ungverjaland 1 (-5) Slóvakía 1 (-9) Suður-Kórea 0 (-7) Næstu leikir (laugardagur): Slóvakía - Suður-Kórea Ungverjaland - Króatía Frakkland - Svíþjóð Liðin úr A- og B-riðlunum hittast í þessum milliriðli en það eru tvö efstu liðin úr hvorum riðli sem komast áfram í undanúrslitin. Það er ljóst að Svíar munu gera atlögu að efstu tveimur liðunum og byrja strax á erfiðasta verkefninu - gegn Frökkum - strax á laugardaginn. Svíar ættu að sigra bæði Ungverja og Slóvaka. En það verður einnig forvitnilegt að sjá hvernig Frakkar takast á við fyrsta „alvöru" andstæðing sinn á mótinu og hvort að þeir séu tilbúnir í hörkuleik en hingað til hefur þetta verið afskaplega létt og laggott hjá þeim.Milliriðill 2: Þýskaland 4 stig (+17 í markatölu) Danmörk 4 (+5) Serbía 2 (0) Makedónía 2 (-9) Noregur 0 (-5) Pólland 0 (-8)Næstu leikir (laugardagur): Makedónía - Noregur Pólland - Danmörk Þýskaland - Serbía Spútniklið Makedóníu og særðir Norðmenn mætast strax í fyrstu umferðinni á morgun. Það verður afar athyglisverður leikur og vafalaust jafn og spennandi. Pólverjar eru einnig að sleikja sárin og eiga afar erfitt verkefni fyrir höndum gegn sjálfum Evrópumeisturunum. Hætt er við því að Pólverjar muni bara gefast upp ef þeir vinna ekki Dani og því er leikurinn upp á líf og dauða fyrir þá.
Handbolti Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Sjá meira