Erlent

Forsetaframbjóðandi myrtur í Gíneu Bissau

Baciro Dabo var náin forseta landsins sem var myrtur í byrjun mars.
Baciro Dabo var náin forseta landsins sem var myrtur í byrjun mars. Mynd/AFP
Baciro Dabo, forsetaframbjóðandi og fyrrum varnarmálaráðherra Gíneu Bissau, var myrtur í gær. Annar fyrrum varnarmálaráðherra landsins, Helder Proenc, var einnig myrtur í gær ásamt tveimur lífvörðum.

Dabo var náin Joao Bernardo Vieira, þverandi forseti Gíneu-Bissau, sem var skotinn til bana á heimili sínu skömmu eftir að yfirhershöfðingi landsins var ráðinn af dögum í sprengjutilræði á skrifstofu sinni 2. mars sl. Forsetinn og hershöfðinginn voru svarnir fjandmenn og höfðu lengi tekist á um völd í landinu.

Í framhaldinu var boðað til forsetakosninga sem fram eiga að fara 28. júní.

Frá því landið fékk sjálfstæði frá Portúgal árið 1975 hafa uppreisnir og valdarán verið tíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×