Orkuverð á Íslandi samkeppnishæft á öllum sviðum Gunnar Örn Jónsson skrifar 11. ágúst 2009 14:05 Að mati Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands er orkuverð til stóriðju í meðallagi hátt hérlendis. Trúnaður ríkir um orkuverð í samningum við ýmis fyrirtæki og stofnanir hér á landi og eru fyrirtæki í stóriðju þar innifalin. Íslenskir orkusalar hafa aðspurðir sagt orkuverð til stóriðju hérlendis vera nálægt meðallagi þess verðs sem slík fyrirtæki greiða á heimsvísu. Í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um áhrif stóriðjuframkvæmda á íslenskt efnahagslíf, sem unnin er fyrir iðnaðarráðuneytið, er meðal annars komið inn á þetta mál. Í skýrslunni segir meðal annars: „Raforkuverð til álvera á Íslandi er bundið í langtímasamningum og er það verð ekki gert opinbert. Út frá ársreikningum Landsvirkjunar má þó ætla að það hafi hin síðustu ár verið á bilinu 25-28 mills á kílówattstund. Til samanburðar má nefna að samkvæmt World Bureau of Metal Statistics var meðalverð í heiminum árið 2007, 27 mills á kílówattstund. Verð hér virðist því vera á sama bili og annars staðar að jafnaði." Samorka, samtök orku og veitufyrirtækja, skrifar ítarlega um þessi mál á heimasíðu sinni í dag. Samorka hefur engar frekari upplýsingar um raforkuverð til stóriðju og getur því ekki staðfest ofangreinda ályktun Hagfræðistofnunar. Hins vegar er ástæða til að vekja athygli á þessari niðurstöðu stofnunarinnar þar sem því er iðulega haldið fram að orkuverð til stóriðju sé með lægsta móti hérlendis.Ódýr orka til heimila hérlendis Um 80% raforkunnar hér á landi fara til stóriðju. Raforkuverð til heimila og almenns atvinnurekstrar er mun lægra hérlendis en í flestum okkar nágrannalöndum. Þannig kostar meðalheimilisnotkun á rafmagni í Reykjavík einungis um fjórðung af því sem hún kostar í Kaupmannahöfn. Ennfremur hefur almennt raforkuverð farið lækkandi hér á landi árum saman, að teknu tilliti til þróunar vísitölu verðlags, samhliða aukinni raforkusölu til stóriðju. Samorka segir að þrátt fyrir að allt þetta liggi fyrir vilja sumir halda því fram að almenningur sé að niðurgreiða raforkuna til stóriðjunnar. Vandséð er hvernig það ætti að geta staðist, í ljósi framangreindra atriða. Mest lesið Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Sjá meira
Að mati Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands er orkuverð til stóriðju í meðallagi hátt hérlendis. Trúnaður ríkir um orkuverð í samningum við ýmis fyrirtæki og stofnanir hér á landi og eru fyrirtæki í stóriðju þar innifalin. Íslenskir orkusalar hafa aðspurðir sagt orkuverð til stóriðju hérlendis vera nálægt meðallagi þess verðs sem slík fyrirtæki greiða á heimsvísu. Í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um áhrif stóriðjuframkvæmda á íslenskt efnahagslíf, sem unnin er fyrir iðnaðarráðuneytið, er meðal annars komið inn á þetta mál. Í skýrslunni segir meðal annars: „Raforkuverð til álvera á Íslandi er bundið í langtímasamningum og er það verð ekki gert opinbert. Út frá ársreikningum Landsvirkjunar má þó ætla að það hafi hin síðustu ár verið á bilinu 25-28 mills á kílówattstund. Til samanburðar má nefna að samkvæmt World Bureau of Metal Statistics var meðalverð í heiminum árið 2007, 27 mills á kílówattstund. Verð hér virðist því vera á sama bili og annars staðar að jafnaði." Samorka, samtök orku og veitufyrirtækja, skrifar ítarlega um þessi mál á heimasíðu sinni í dag. Samorka hefur engar frekari upplýsingar um raforkuverð til stóriðju og getur því ekki staðfest ofangreinda ályktun Hagfræðistofnunar. Hins vegar er ástæða til að vekja athygli á þessari niðurstöðu stofnunarinnar þar sem því er iðulega haldið fram að orkuverð til stóriðju sé með lægsta móti hérlendis.Ódýr orka til heimila hérlendis Um 80% raforkunnar hér á landi fara til stóriðju. Raforkuverð til heimila og almenns atvinnurekstrar er mun lægra hérlendis en í flestum okkar nágrannalöndum. Þannig kostar meðalheimilisnotkun á rafmagni í Reykjavík einungis um fjórðung af því sem hún kostar í Kaupmannahöfn. Ennfremur hefur almennt raforkuverð farið lækkandi hér á landi árum saman, að teknu tilliti til þróunar vísitölu verðlags, samhliða aukinni raforkusölu til stóriðju. Samorka segir að þrátt fyrir að allt þetta liggi fyrir vilja sumir halda því fram að almenningur sé að niðurgreiða raforkuna til stóriðjunnar. Vandséð er hvernig það ætti að geta staðist, í ljósi framangreindra atriða.
Mest lesið Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Sjá meira