Dómari hefur ekki tekið afstöðu til óska Baugs Group Hf. um að félaginu verði veitt greiðslustöðvun. Dómþingi lauk í morgun og er beðið eftir úrskurði dómarans. Heimildir fréttastofu herma að von sé á úrskurði dómarans á morgun.
Upphaflega var óskað eftir því að Baugur Group og nokkur dótturfélög þess fengju greiðslustöðvun en Baugsmenn ákváðu að draga óskir varðandi dótturfélögin til baka.