Handbolti

Alexander: Ég trúi þessu varla

Henry Birgir Gunnarsson í Peking skrifar
Alexander Petersson skoraði tvö síðustu mörk íslenska liðsins.
Alexander Petersson skoraði tvö síðustu mörk íslenska liðsins. Mynd/Vilhelm
„Þvílíkur leikur og við höfðum trú á okkur allan tímann. Það lögðust allir á eitt því við viljum svo innilega láta drauminn rætast sem er að vinna medalíu. Við sýndum hverslags lið við erum í þessum leik. Við erum með rosalega gott lið," sagði járnmaðurinn Alexander Petersson og brosti allan hringinn.

„Þegar við spilum af þessari getu er erfitt að stoppa okkur. Tilfinningin að vera komin í undanúrslit á Ólympíuleikum er ólýsanleg og ég trúi þessu varla enn þá. Við viljum meira og ætlum okkur meira engu að síður."




Tengdar fréttir

Ísland spilar um verðlaun á Ólympíuleikunum

Ísland vann glæsilegan sigur á Pólverjum í fjórðungsúrslitum handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Peking, 32-30. Ísland spilar þar með um verðlaun á leikunum.

Guðjón Valur: Erum ekki hættir

„Venjulega segir maður bara tvö stig og ekkert annað en þessi sigur þýðir að við erum á leið í undanúrslit á Ólympíuleikum og það er einfaldlega frábær tilfinning,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson að vonum glaður eftir sigurinn á Pólverjum.

Sigfús: Medalían er á leiðinni

„Mér líður rosalega vel og er ekkert smá stoltur af strákunum. Diddi [Ingimundur] og Sverre voru að vinna eins og brjálaðir menn í dag. Drápu allt sem kom inn á miðjuna og Bjöggi alveg brjálaður á bakvið. Það voru allir flottir í dag,“ sagði skógarbjörninn Sigfús Sigurðsson kampakátur eftir sigurinn á Pólverjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×