Körfubolti

Keflavík Íslandsmeistari 2008

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mynd/Víkurfréttir
Mynd/Víkurfréttir

Keflvíkingar tryggðu sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn 2008 með sigri á Snæfelli á heimavelli 98-74. Keflavík vann úrslitaeinvígið 3-0 og sex magnaðir sigrar í röð í úrslitakeppninni komu titlinum í hús.

Keflavík hafði yfir 42-36 í hálfleik og var mun sterkara liðið á lokakafla leiksins. Liðið varð deildarmeistari fyrr í vetur og innsiglaði frábært tímabil í kvöld. Það var frábær stemning í Toyota-sláturhúsinu í kvöld og fullt út úr dyrum.

Þetta er í níunda sinn sem Keflavík hampar Íslandsmeistaratitlinum.

Tommy Johnson var með 24 stig fyrir Keflavík, Gunnar Einarsson 20 og Magnús Gunnarsson 16. Hjá Snæfelli voru Magni Hafsteinsson, Sigurður Þorvaldsson og Anders Katholm með 16 stig hver.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.