Seðlabankinn tekur upp hjáleið - Kallar eftir niðurstöðu um Kaupþing 16. október 2008 11:38 Davíð Oddson seðlabankastjóri. Í ljósi erfiðleika sem glímt hefur verið við í greiðslumiðlun á milli Íslands og annara landa hefur Seðlabankinn tekið upp „tímabundna hjáleið" með því að beina greiðslum um eigin reikninga og um reikninga erlendra samstarfsaðila Seðlabankans. Þetta fyrirkomulag hefur tekist vel í Danmörku og bindur bankinn vonir um að það eigi einnig við um önnur lönd innan tíðar. Seðlabankinn segir einnig brýnt að sem fyrst verði ljóst hvernig starfsemi Kaupþings verði háttað því gangsetning nýrra banka flýtir fyrir því að leysa þennan vanda. „Innlend greiðslumiðlun milli bankastofnana og viðskiptavina þeirra gengur vel. Það sama á við um notkun íslenskra greiðslukorta, innanlands sem utan. Þegar greitt er fyrir erlendan gjaldmiðil þurfa notendur kortanna að sjálfsögðu að gæta að genginu nú sem endranær," segir í frétt á heimasíðu Seðlabankans þar sem farið er yfir stöðuna í greiðslumiðlun í landinu og á milli annara landa. „Í byrjun þessa mánaðar styrkti Seðlabanki Íslands tímabundið gildandi samningssamband milli banka og sparisjóða sem gefa út greiðslukort og þeirra sem annast uppgjör viðskipta með þau. Þetta var gert til þess að tryggja hnökralausa notkun korta við ríkjandi aðstæður. Að mati bankans var á sama tíma óhjákvæmilegt að lækka háar ónotaðar úttektarheimildir til að draga úr áhættu. Þessi aðgerð ætti í fæstum tilvikum að hafa skapað vandamál," segir einnig. Þá er bent á, að þótt innlend greiðslumiðlun sé með eðlilegum hætti, verður ekki það sama sagt um greiðslur til og frá Íslandi. „Í sumum tilvikum sinna erlendir bankar, sem skipt er við, ekki eðlilegum óskum um greiðslur til íslenskra banka af ótta við að þær lendi í greiðslustöðvunarferli hjá viðtakanda eða berist hreinlega ekki til réttra móttakenda og ábyrgðin verði þeirra. Viðtakendur eiga í vandræðum með að standa í skilum vegna þessa. Hnökrar hafa verið á greiðslum til og frá öllum löndum. Lang erfiðasta staðan er þó gagnvart breskum aðilum sem rekja má beint til aðgerða breskra yfirvalda er valdið hafa verulegum skaða." „Seðlabanki Íslands hefur tekið upp tímabundna hjáleið í greiðslumiðlun gagnvart útlöndum með því að beina greiðslum bankastofnana til og frá Íslandi um eigin reikninga og reikninga erlendra samstarfsaðila Seðlabankans sem að öðru jöfnu hafa ekkert með starfsemi íslenskra bankastofnana að gera. Seðlabanki Íslands hefur verið farið fram á það að seðlabankar annarra ríkja beini þeim tilmælum til viðskiptabanka í eigin landi að greiðslum til Íslands verði miðlað í gegnum reikninga Seðlabankans. Seðlabankinn sér um að greiðslurnar berist réttum innlendum aðilum fyrir tilstuðlan innlendra banka eða sparisjóða. Þessi aðferð hefur þegar reynst vel gagnvart Danmörku og vonir standa til að það sama eigi við um önnur lönd innan tíðar," segir í fréttinni. Að lokum segir að vandamálin við greiðslur til og frá Íslandi stafi bæði af aðstæðum hér á landi og erlendis. „Gangsetning nýrra banka flýtir því að unnt verði að leysa hnúta sem myndast hafa. Nauðsynlegt er að sem fyrst verði ljóst hvernig starfsemi Kaupþings verði háttað." Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Í ljósi erfiðleika sem glímt hefur verið við í greiðslumiðlun á milli Íslands og annara landa hefur Seðlabankinn tekið upp „tímabundna hjáleið" með því að beina greiðslum um eigin reikninga og um reikninga erlendra samstarfsaðila Seðlabankans. Þetta fyrirkomulag hefur tekist vel í Danmörku og bindur bankinn vonir um að það eigi einnig við um önnur lönd innan tíðar. Seðlabankinn segir einnig brýnt að sem fyrst verði ljóst hvernig starfsemi Kaupþings verði háttað því gangsetning nýrra banka flýtir fyrir því að leysa þennan vanda. „Innlend greiðslumiðlun milli bankastofnana og viðskiptavina þeirra gengur vel. Það sama á við um notkun íslenskra greiðslukorta, innanlands sem utan. Þegar greitt er fyrir erlendan gjaldmiðil þurfa notendur kortanna að sjálfsögðu að gæta að genginu nú sem endranær," segir í frétt á heimasíðu Seðlabankans þar sem farið er yfir stöðuna í greiðslumiðlun í landinu og á milli annara landa. „Í byrjun þessa mánaðar styrkti Seðlabanki Íslands tímabundið gildandi samningssamband milli banka og sparisjóða sem gefa út greiðslukort og þeirra sem annast uppgjör viðskipta með þau. Þetta var gert til þess að tryggja hnökralausa notkun korta við ríkjandi aðstæður. Að mati bankans var á sama tíma óhjákvæmilegt að lækka háar ónotaðar úttektarheimildir til að draga úr áhættu. Þessi aðgerð ætti í fæstum tilvikum að hafa skapað vandamál," segir einnig. Þá er bent á, að þótt innlend greiðslumiðlun sé með eðlilegum hætti, verður ekki það sama sagt um greiðslur til og frá Íslandi. „Í sumum tilvikum sinna erlendir bankar, sem skipt er við, ekki eðlilegum óskum um greiðslur til íslenskra banka af ótta við að þær lendi í greiðslustöðvunarferli hjá viðtakanda eða berist hreinlega ekki til réttra móttakenda og ábyrgðin verði þeirra. Viðtakendur eiga í vandræðum með að standa í skilum vegna þessa. Hnökrar hafa verið á greiðslum til og frá öllum löndum. Lang erfiðasta staðan er þó gagnvart breskum aðilum sem rekja má beint til aðgerða breskra yfirvalda er valdið hafa verulegum skaða." „Seðlabanki Íslands hefur tekið upp tímabundna hjáleið í greiðslumiðlun gagnvart útlöndum með því að beina greiðslum bankastofnana til og frá Íslandi um eigin reikninga og reikninga erlendra samstarfsaðila Seðlabankans sem að öðru jöfnu hafa ekkert með starfsemi íslenskra bankastofnana að gera. Seðlabanki Íslands hefur verið farið fram á það að seðlabankar annarra ríkja beini þeim tilmælum til viðskiptabanka í eigin landi að greiðslum til Íslands verði miðlað í gegnum reikninga Seðlabankans. Seðlabankinn sér um að greiðslurnar berist réttum innlendum aðilum fyrir tilstuðlan innlendra banka eða sparisjóða. Þessi aðferð hefur þegar reynst vel gagnvart Danmörku og vonir standa til að það sama eigi við um önnur lönd innan tíðar," segir í fréttinni. Að lokum segir að vandamálin við greiðslur til og frá Íslandi stafi bæði af aðstæðum hér á landi og erlendis. „Gangsetning nýrra banka flýtir því að unnt verði að leysa hnúta sem myndast hafa. Nauðsynlegt er að sem fyrst verði ljóst hvernig starfsemi Kaupþings verði háttað."
Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira