Viðskipti erlent

Olíuverð í fyrsta sinn yfir 117 dollara á tunnuna

Heimsmarkaðsverð á olíu fór í fyrsta sinn upp í 117 dollara á tunnuna í nótt á markaðinum í Asíu.

Það gaf svo aðeins eftir og endaði í 116,7 dollurum. Þessi hækkun kom í kjölfar þess að OPEC ríkin höfnuðu beiðnum frá Bretum og Japönum um að auka framleiðslu sína. OPEC ríkin telja ekki ástæðu til þessa þar sem engin skortur er á olíu í augnablikinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×