Handbolti

GOG í dauðariðlinum

Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real eru í ógnarsterkum riðli í Meistaradeildinni
Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real eru í ógnarsterkum riðli í Meistaradeildinni NordicPhotos/GettyImages

Íslendingalið GOG frá Danmörku hafði ekki heppnina með sér þegar dregið var í milliriðla í Meistaradeild Evrópu í handbolta. Liðið lenti í riðli með þremur af sterkustu félagsliðum heims, Ciudad Real, Barcelona og Kiel.

Þrjú af liðunum fjórum í þessum ógnarsterka riðli eiga íslenska fulltrúa. Með GOG leika Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson, Alfreð Gíslason þjálfar Kiel og Ólafur Stefánsson leikur með Evrópumeisturum Ciudad Real. Kiel og Ciudad léku til úrslita í Meistaradeildinni í ár.

Íslendingalið FCK frá Danmörku er einnig í mjög sterkum riðli þar sem það er ásamt Hamburg frá Þýskalandi, Portland San Antonio frá Spáni og Medvedi frá Rússlandi. Með FCK leika Arnór Atlason og Guðlaugur Arnarsson.

Guðjón Valur Sigurðsson og félagar í Rhein-Neckar Löwen drógust gegn Savoie frá Frakklandi, Zagreb frá Króatíu og Celje Lasko frá Slóveníu.

Þá eru Alexander Petersson og félagar í Flensburg í riðli með Ademar Leon, Montpellier og Veszprém.

Riðill 1



HSV Hamburg (GER)

Chehovskie Medvedi (RUS)

FCK Handbold A/S (DEN)

Portland San Antonio (ESP)

Riðill 2

Rhein-Neckar Löwen (GER)

Chambery Savoie HB (FRA)

HC Croatia Osiguranje-Zagreb (CRO)

Celje Pivovarna Lasko (SLO)

Riðill 3

Reale Ademar (ESP)

SG Flensburg-Handewitt (GER)

Montpellier HB (FRA)

MKB Veszprém KC (HUN)

Riðill 4

BM Ciudad Real (ESP)

THW Kiel (GER)

GOG Svendborg TGI (DEN)

F.C. Barcelona Borges (ESP)








Fleiri fréttir

Sjá meira


×