Sport

Brunei ekki með á Ólympíuleikunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Alþjóða ólympíusambandið hefur þurft að útiloka keppnislið Brunei frá keppni á Ólympíuleikunum í Peking.

Forráðamenn Ólympíusambands Brunei skráðu engan keppanda formlega til leiks en frestur til þess rann út á miðnætti í gær.

Talsmaður Alþjóða ólympíusambandsins harmaði þetta mjög og sagði einnig að það hefði gert allt í sínu valdi til að fá keppendurnar skráða til leiks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×