Geir: Allar gáttir opnar hjá íslenskum stjórnvöldum 7. október 2008 13:52 MYND/vilhelm Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hafi allar gáttir opnar til þess að styrkja gjaldeyrisvaraforða landsins í því umróti sem nú er. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, fagnaði því að gengið hefði verið fest en hvatti jafnframt stjórnvöld til þess að lækka stýrivexti hratt til þess að bjarga enn frekar hag heimilanna. Þá sagðist hann fagna því að víðsýni manna væri að aukast. „Bush hefur ekki reynst okkur neinn vinur," sagði Guðni og benti á að menn horfðu nú til Pútíns. Vonaði hann að lán Rússa til íslenskra stjórnvalda yrði að veruleika á hagstæðum kjörum og benti á að yfirlýsing stjórnvalda hefði þegar haft áhrif. Norðmenn og Svíar hefðu nú sagt að ekki væri hægt að láta Íslendinga þjást og boðið fram aðstoð. Guðni spurði því forsætisráðherra hvort ekki væru allar dyr enn opnar. Geir H. Haarde svaraði því til að það kynni að vera tilefni til að senda Pútín skeyti því hann ætti nefnilega afmæli í dag. Uppskar hann við þetta hlátrasköll á þingi. Bætti hann því við að auðvitað hefðu íslensk stjórnvöld allar gáttir opnar til að styrkja gjaldeyrisforðann. Þau hefðu því miður komið víða að luktum dyrum og því hefði hann beitt sér fyrir viðræðum við Rússa. Unnið yrði að láninu frá Rússum á næstunni og fjármagnið yrði notað til að styrkja gjaldeyrisforðann og byggja upp viðbúnaðinn en ekki endurlána til Rússa. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hafi allar gáttir opnar til þess að styrkja gjaldeyrisvaraforða landsins í því umróti sem nú er. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, fagnaði því að gengið hefði verið fest en hvatti jafnframt stjórnvöld til þess að lækka stýrivexti hratt til þess að bjarga enn frekar hag heimilanna. Þá sagðist hann fagna því að víðsýni manna væri að aukast. „Bush hefur ekki reynst okkur neinn vinur," sagði Guðni og benti á að menn horfðu nú til Pútíns. Vonaði hann að lán Rússa til íslenskra stjórnvalda yrði að veruleika á hagstæðum kjörum og benti á að yfirlýsing stjórnvalda hefði þegar haft áhrif. Norðmenn og Svíar hefðu nú sagt að ekki væri hægt að láta Íslendinga þjást og boðið fram aðstoð. Guðni spurði því forsætisráðherra hvort ekki væru allar dyr enn opnar. Geir H. Haarde svaraði því til að það kynni að vera tilefni til að senda Pútín skeyti því hann ætti nefnilega afmæli í dag. Uppskar hann við þetta hlátrasköll á þingi. Bætti hann því við að auðvitað hefðu íslensk stjórnvöld allar gáttir opnar til að styrkja gjaldeyrisforðann. Þau hefðu því miður komið víða að luktum dyrum og því hefði hann beitt sér fyrir viðræðum við Rússa. Unnið yrði að láninu frá Rússum á næstunni og fjármagnið yrði notað til að styrkja gjaldeyrisforðann og byggja upp viðbúnaðinn en ekki endurlána til Rússa.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira