Handbolti

Hannes Jón til Hannover-Burgdorf

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hannes Jón (25) í leik með íslenska landsliðinu.
Hannes Jón (25) í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Pjetur

Hannes Jón Jónsson, landsliðsmaður í handbolta, samdi í gær við þýska 2. deildarliðið Hannover-Burgdorf um að leika með félaginu á næstu tveimur keppnistímabilum.

Félagið er sem stendur í sjötta sæti norðurriðills 2. deildarinnar en liðið hefur styrkt sig nokkuð að undanförnu og ætlar sér greinilega stóra hluti á næstu misserum.

Fram kemur á heimasíðunni handball-welt.de að Alfreð Gíslason, fyrrum landsliðsþjálfari og þjálfari Gummersbach, hafi mælt með Hannesi við félagið.

Fyrir leikur einn Íslendingur hjá Hannover-Burgdorf, Heiðmar Felixsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×