Viðskipti erlent

Greenspan ver yfirsjón á efnahagi

Greenspan er umhugað um að hreinsa mannorð sitt.
Greenspan er umhugað um að hreinsa mannorð sitt. MYND/AFP

Alan Greenspan sem hefur gjarnan verið nefndur „færasti seðlabankastjóri sem uppi hafi verið" á nú undir högg að sækja. Hann er nú gagnrýndur fyrir stjórn bandarísks efnahags áður en hann fór á eftirlaun og lét af störfum árið 2006.

Lágir vextir og afskiptaleysi síðustu árin sem hann sat við stjórnartaumana er nú kennt um að hafa lagt grunn að þeim fjárhagsvanda sem uppi er í dag. Hann byrjaði á bandaríska húsnæðismarkaðnum og herjar nú á banka, hlutabréfamarkaði, lántakendur og neytendur um allan heim.

Mikið var látið með Greenspan þau 18 ár sem hann stýrði þessari áhrifamestu efnahagsstofnun heimsins vegna góðs árangurs í efnahagsmálum. Nú, segir hann í bandarískum miðlum, eru uppi efasemdir um það.

„Mér var hrósað fyrir hluti sem ég gerði ekki og nú er ég ásakaður fyrir hluti sem ég gerði ekki," sagði Greenspan í viðtali sem hann veitti fréttamönnum á skrifstofu sinni í Washington.

Hann segir að stjórnvöld geti ekki stjórnað eða komið í veg fyrir fjármagnskreppu.

Greenspan er nú 82 ára gamall og hann vill koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Hann neitar því ekki að honum sé annt um mannorð sitt. Hann segir þó að mikilvægast að læra af þrengingunum.

„Rangar ályktanir af þessu tímabili - og hvernig á að forðast vandamálin sem tengjast því - munu gefa ykkur röng svör og rangar stefnur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×