Gjaldeyrishöftin fæla erlenda fjárfesta frá landinu 15. desember 2008 11:07 Ímynd Íslands sem ákjósanlegs áfangastaðar fyrir erlenda fjárfestingu hefur augljóslega beðið talsverðan hnekki á undanförnum vikum. Fátt er eins til þess fallið að fæla frá erlent fjármagn og gjaldeyrishöft, og þótt stjórnvöld hafi lýst því yfir að höftunum verði aflétt eins fljótt og það þykir óhætt munu erlendir fjárfestar væntanlega hafa varann á gagnvart landinu á næstu misserum. „Það sýnir reynsla annarra landa þar sem slíkum meðulum hefur verið beitt," segir í Morgunkorni greiningar Glitnis sem fjallar um breytta stöðu í orkufrekum iðnaði hérlendis í dag. Þau álfyrirtæki sem þegar hafa umsvif hérlendis fá raunar að taka til sín hagnað af rekstrinum, en væntanlega mun ýmsum þeirra þykja nóg um þá fjárfestingu sem þegar er fyrir hendi hér á landi á bak við múra gjaldeyrishaftanna. Samanburður Íslands við önnur lönd sem hafa upp á orku til stóriðju að bjóða mun líða fyrir höftin á næstunni.Verulegu máli skiptir að laða áfram erlenda fjárfestingu að landinu samfara frekari nýtingu orkuauðlinda okkar og sköpun nýrra virðisaukandi starfa. Er það ein af forsendum þess að koma hjólum hagkerfisins á snúning að nýju eftir kreppuna sem nú er skollin á. Heppilegt væri að leita sem víðast fanga í þessu skyni, sér í lagi ef álverið í Helguvík verður það síðasta sem byggt verður hérlendis í fyrirsjáanlegri framtíð, eins og vaxandi líkur eru á. Er þar vert að hafa í huga að margt smátt gerir eitt stórt. Gera má því skóna að auðveldara sé um vik þessa dagana að afla fjár fyrir meðalstór verkefni en stórframkvæmdir, sér í lagi ef um einhvers konar nýsköpun er að ræða. Ótti við gjaldeyrishöft ætti auk heldur að verða öllu minni þegar um er að ræða smærri fjárfestingu nýrra aðila sem ekki hafa þegar mikið fjármagn bundið hér á landi. Slík jöfn og þétt uppbygging er auk þess væntanlega viðráðanlegri fyrir orkugeirann í því óhagstæða fjármögnunarumhverfi sem hann glímir við. Mest lesið Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Ímynd Íslands sem ákjósanlegs áfangastaðar fyrir erlenda fjárfestingu hefur augljóslega beðið talsverðan hnekki á undanförnum vikum. Fátt er eins til þess fallið að fæla frá erlent fjármagn og gjaldeyrishöft, og þótt stjórnvöld hafi lýst því yfir að höftunum verði aflétt eins fljótt og það þykir óhætt munu erlendir fjárfestar væntanlega hafa varann á gagnvart landinu á næstu misserum. „Það sýnir reynsla annarra landa þar sem slíkum meðulum hefur verið beitt," segir í Morgunkorni greiningar Glitnis sem fjallar um breytta stöðu í orkufrekum iðnaði hérlendis í dag. Þau álfyrirtæki sem þegar hafa umsvif hérlendis fá raunar að taka til sín hagnað af rekstrinum, en væntanlega mun ýmsum þeirra þykja nóg um þá fjárfestingu sem þegar er fyrir hendi hér á landi á bak við múra gjaldeyrishaftanna. Samanburður Íslands við önnur lönd sem hafa upp á orku til stóriðju að bjóða mun líða fyrir höftin á næstunni.Verulegu máli skiptir að laða áfram erlenda fjárfestingu að landinu samfara frekari nýtingu orkuauðlinda okkar og sköpun nýrra virðisaukandi starfa. Er það ein af forsendum þess að koma hjólum hagkerfisins á snúning að nýju eftir kreppuna sem nú er skollin á. Heppilegt væri að leita sem víðast fanga í þessu skyni, sér í lagi ef álverið í Helguvík verður það síðasta sem byggt verður hérlendis í fyrirsjáanlegri framtíð, eins og vaxandi líkur eru á. Er þar vert að hafa í huga að margt smátt gerir eitt stórt. Gera má því skóna að auðveldara sé um vik þessa dagana að afla fjár fyrir meðalstór verkefni en stórframkvæmdir, sér í lagi ef um einhvers konar nýsköpun er að ræða. Ótti við gjaldeyrishöft ætti auk heldur að verða öllu minni þegar um er að ræða smærri fjárfestingu nýrra aðila sem ekki hafa þegar mikið fjármagn bundið hér á landi. Slík jöfn og þétt uppbygging er auk þess væntanlega viðráðanlegri fyrir orkugeirann í því óhagstæða fjármögnunarumhverfi sem hann glímir við.
Mest lesið Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira