Viðskipti erlent

OPEC segir olíuverðið muni ná 200 dollurum á tunnuna

OPEC, Samtök olíuframleiðenda, segja að heimsmarkaðsverð á olíu geti farið í 200 dollara á tunnuna áður en það fer að lækka aftur.

Forseti OPEC segir að þetta stafi einkum af því hversu veikur dollarinn sé þessa stundina og að ekki sé útlit fyrir að hann styrkist í bráð. Verð á tunnunni er þegar að ná 120 dollurum.

Ástæðan fyrir þeirri hækkun er verkfall starfsmanna í olíuhreinsistöðinni í Skotlandi og árásir uppreisnarmanna á olíuleiðslur í Nígeríu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×