Viðskipti erlent

SAS segir upp 1.000 starfsmönnum

SAS flugfélagið hefur ákveðið að segja upp 1.000 starfsmanna sinna til að mæta miklu tapi í rekstrinum.

Tapið á þessu ári nemur vel yfir milljarði króna og því hefur Mats Jansson forstjóri SAS sett fram skammtímaáætlun til að koma rekstrinum á réttan kjöl á þessu ári.

Auk fyrrgreindra uppsagna verður flugfloti SAS minnkaður um 11 vélar frá ágúst á þessu ári auk þess að verð á flugmiðum verður hækkað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×