Viðskipti erlent

Olíuverðið komið í 125 dollara tunnan

Heimsmarkaðsverð á olíu fór yfir 125 dollara markið fyrir stundu vegna vaxandi ótta um að ofbeldisástandið í Nígeríu muni enn frekar draga úr olíuframleiðslunni í landinu.

Árásir uppreisnarmanna í Nígeríu, sem kalla sig Commandos, hafa stöðugt færst í aukana á undanförnum vikum og mánuðum og hafa þær truflað mjög olíuvinnsluna þar. Á sama tíma er eftirspurn eftir eldsneyti að aukast í Bandaríkjunum þar sem sumarfríin eru framundan.

Talsmaður OPEC sagði í gær að samtökin teldu ekki nauðsynlegt að auka framleiðslun að sinni en hinsvegar er reiknað með að þau haldi fund um málið áður en næsta ráðstefna OPEC verður haldin í september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×