Hvar búa allir milljarðamæringarnir? 18. maí 2008 20:38 Oleg Deripaska, ríkasti maðurinn í Moskvu ásamt vini sínum, Roman Abramovich Bandaríska tímaritið Forbes tók nýlega saman topp tíu lista yfir þær borgir þar sem flestir milljarðamæringar búa. Tímaritið skilgreinir þá milljarðamæringa sem eru metnir á meira en einn milljarð bandaríkjadollara. Í tíunda sæti er Tókíó. Þar búa 15 milljarðamæringar. Þeir voru mun fleiri árið 2002 en hefur fækkað mjög undanfarin ár. Þeir stærstu sem þar búa eru stofnandi netþjónustfyrirtækisins SoftBank, Masayoshi Son og eigandi drykkarvöru fyrirtækisins Suntory, Nobutada Saji. Meðalmilljarðamæringur í Tókíó er metinn á 2,6 milljarða bandaríkjadala Í níunda sæti situr Dallas í Bandaríkjunum. Þar er allt morandi í olíujöfrum á borð við T. Boone Pickens og Ray Lee Hunt en þar býr einnig Mark Cuban, eigandi NBA liðsins Dallas Mavericks. Í Dallas búa 15 milljarðamæringar, eins og í Tókíó, en þeir eru að meðaltali metnir á aðeins meira en kollegar þeirra í Japan eða 2,8 milljarða dollara. Í áttunda sæti er San Francisco. Í borginni búa 19 milljarðamæringar. Þrátt fyrir að netbólan sé fyrir löngu sprunginn þénuðu margir af milljarðamæringum borgarinnar sitt fé á netfyrirtækjum. Þar má nefna tvo ríkustu menn borgarinnar þá Larry Page og Sergey Brin, stofnendur Google. Auk þeirra má nefna stofnanda PayPal, Peter Thiel og stofnanda Facebook Mark Zuckerberg Í sjöunda sæti kemur svo Mumbai á Indlandi. Þar búa 20 milljarðamæringar sem metnir eru að meðaltali á 7,6 milljarð dollara hver. Það gerir Mumbai að þeirri borg í heiminum sem er með ríkustu milljarðamæringana. Af þeim allra ríkustu í Mumbai má nefna bræðurna Mukesh og Anil Ambani en sá fyrrnefndi er nú að reisa sér heimili sem verður á 27 hæðum og mun kosta tvo milljarða dollara. Í sjötta sæti er Los Angeles. Borg englanna. Þar búa 24 milljarðamæringar. Þótt þekktasti milljarðamæringurinn sem þar býr, Steven Spielberg, sé frægur fyrir að vera í skemmtanaiðnaðinum eru flestir milljarðamæringar borgarinnar ekki með peningana sína í þeim bransa. Í fimmta sæti er Hong Kong. Þar búa 30 milljarðamæringar, sem er það mesta sem nokkur asísk borg getur státað af. Sá ríkasti í borginni heitir Li Ka-shing en hann stýrir asíska símarisanum Hutchison Whampoa. Sonur hans, Richard, er svo nokkuð öflugur sjáfur en hann seldi dýrustu landareign Japans árið 2006 fyrir 1,7 milljarða dollara. Í fjórða sæti er Istanbúl. Það kemur kannski einhverjum á óvart en þar búa 34 milljarðamæringar. Þess má geta að í Tyrklandi öllu búa 35 milljarðamæringar og því allir nema einn búsettir í Istanbúl. Ríkastur þeirra er Mehmet Emin Karamehmet sem fjárfest hefur í síma- og internetfyrirtækjum víðs vegar um heim. Í þriðja sæti kemur svo London. Þar búa 36 milljarðamæringar. Á meðal þeirra má nefna fumkvöðulinn Richard Branson, fyrrum viðskiptafélaga Jóns Ásgeirs, Philip Green og ríkasta mann Evrópu, Indverjann Lakshmi Mittal. Ríkasti Bretinn sem býr í London er hins vegar Gerald Grosvenor, sem jafnframt er ríkasti meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar. Í öðru sæti er New York. Þetta er í fyrsta skipti í meira en áratug sem úttekt Forbes skilar borginni ekki í efsta sætið yfir flesta milljarðamæringana. Í New York búa 71 milljarðamæringar og eru þeir að meðaltali metnir á 3,3 milljarða dollara. Í fyrsta sæti er svo að sjálfsögðu Moskva, þar sem olígarkarnir ráða ríkjum. Þeir eru alls 74 og eru metnir að meðaltali á 5,9 milljarða dollara hver. Það er í raun ótrúlegt þegar það er haft í huga að árið 2002 bjuggu aðeins fimm milljarðamæringar í borginni. Sá ríkasti í Moskvu heitir Oleg Deripaska og er hann metinn á 28 milljarða. Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bandaríska tímaritið Forbes tók nýlega saman topp tíu lista yfir þær borgir þar sem flestir milljarðamæringar búa. Tímaritið skilgreinir þá milljarðamæringa sem eru metnir á meira en einn milljarð bandaríkjadollara. Í tíunda sæti er Tókíó. Þar búa 15 milljarðamæringar. Þeir voru mun fleiri árið 2002 en hefur fækkað mjög undanfarin ár. Þeir stærstu sem þar búa eru stofnandi netþjónustfyrirtækisins SoftBank, Masayoshi Son og eigandi drykkarvöru fyrirtækisins Suntory, Nobutada Saji. Meðalmilljarðamæringur í Tókíó er metinn á 2,6 milljarða bandaríkjadala Í níunda sæti situr Dallas í Bandaríkjunum. Þar er allt morandi í olíujöfrum á borð við T. Boone Pickens og Ray Lee Hunt en þar býr einnig Mark Cuban, eigandi NBA liðsins Dallas Mavericks. Í Dallas búa 15 milljarðamæringar, eins og í Tókíó, en þeir eru að meðaltali metnir á aðeins meira en kollegar þeirra í Japan eða 2,8 milljarða dollara. Í áttunda sæti er San Francisco. Í borginni búa 19 milljarðamæringar. Þrátt fyrir að netbólan sé fyrir löngu sprunginn þénuðu margir af milljarðamæringum borgarinnar sitt fé á netfyrirtækjum. Þar má nefna tvo ríkustu menn borgarinnar þá Larry Page og Sergey Brin, stofnendur Google. Auk þeirra má nefna stofnanda PayPal, Peter Thiel og stofnanda Facebook Mark Zuckerberg Í sjöunda sæti kemur svo Mumbai á Indlandi. Þar búa 20 milljarðamæringar sem metnir eru að meðaltali á 7,6 milljarð dollara hver. Það gerir Mumbai að þeirri borg í heiminum sem er með ríkustu milljarðamæringana. Af þeim allra ríkustu í Mumbai má nefna bræðurna Mukesh og Anil Ambani en sá fyrrnefndi er nú að reisa sér heimili sem verður á 27 hæðum og mun kosta tvo milljarða dollara. Í sjötta sæti er Los Angeles. Borg englanna. Þar búa 24 milljarðamæringar. Þótt þekktasti milljarðamæringurinn sem þar býr, Steven Spielberg, sé frægur fyrir að vera í skemmtanaiðnaðinum eru flestir milljarðamæringar borgarinnar ekki með peningana sína í þeim bransa. Í fimmta sæti er Hong Kong. Þar búa 30 milljarðamæringar, sem er það mesta sem nokkur asísk borg getur státað af. Sá ríkasti í borginni heitir Li Ka-shing en hann stýrir asíska símarisanum Hutchison Whampoa. Sonur hans, Richard, er svo nokkuð öflugur sjáfur en hann seldi dýrustu landareign Japans árið 2006 fyrir 1,7 milljarða dollara. Í fjórða sæti er Istanbúl. Það kemur kannski einhverjum á óvart en þar búa 34 milljarðamæringar. Þess má geta að í Tyrklandi öllu búa 35 milljarðamæringar og því allir nema einn búsettir í Istanbúl. Ríkastur þeirra er Mehmet Emin Karamehmet sem fjárfest hefur í síma- og internetfyrirtækjum víðs vegar um heim. Í þriðja sæti kemur svo London. Þar búa 36 milljarðamæringar. Á meðal þeirra má nefna fumkvöðulinn Richard Branson, fyrrum viðskiptafélaga Jóns Ásgeirs, Philip Green og ríkasta mann Evrópu, Indverjann Lakshmi Mittal. Ríkasti Bretinn sem býr í London er hins vegar Gerald Grosvenor, sem jafnframt er ríkasti meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar. Í öðru sæti er New York. Þetta er í fyrsta skipti í meira en áratug sem úttekt Forbes skilar borginni ekki í efsta sætið yfir flesta milljarðamæringana. Í New York búa 71 milljarðamæringar og eru þeir að meðaltali metnir á 3,3 milljarða dollara. Í fyrsta sæti er svo að sjálfsögðu Moskva, þar sem olígarkarnir ráða ríkjum. Þeir eru alls 74 og eru metnir að meðaltali á 5,9 milljarða dollara hver. Það er í raun ótrúlegt þegar það er haft í huga að árið 2002 bjuggu aðeins fimm milljarðamæringar í borginni. Sá ríkasti í Moskvu heitir Oleg Deripaska og er hann metinn á 28 milljarða.
Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur