Viðskipti erlent

Uppboðshús veðjar á naktar þekktar konur

Nektarmyndir af þekktum konum verða boðnar upp hjá breska uppboðshúsinu Christie um miðjan mánuðinn.

Sem kunnugt er af fréttum seldi Christies í síðasta mánuði nektarmynd af Cörlu Bruni fyrrum fyrirsætu og núverandi forsetafrú í Frakklandi. Fékkst metfé fyrir myndina eða yfir sex milljónir kr.

Nú verða til sölu nektarmyndir af Kate Moss, Gisele Bundchen, Natassja Kinski, Christine Keeler og Pamelu Anderson.

Reiknað er með að hæsta verðið fáist fyrir myndirnar af Kate Moss eða nær 1,5 milljón kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×