Skemmtilegir markaðir á Indlandi og í Kína, segir Jón Ásgeir 14. apríl 2008 12:54 Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs. Ólíklegt er að ríkissaksóknari gefi út ákærur á hendur Baugi Group á ný. Þetta sagði Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs, fyrir um stundarfjórðungi í viðtali í sjónvarpsþættinum Squawk Box sem sýndur er á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNBC. Þá sagðist hann einnig telja að ákærurnar væru lagðar fram á pólitískum forsendum. Í kynningu þáttastjórnenda kom fram að Jón Ásgeir færi fyrir Baugi Group, sem væri að undirbúa mikið kaupæði. Jón Ásgeir sagði að þrátt fyrir samdrátt í smásölu og þrengingar á fjármálamörkuðum þá væru áhugavert að horfa til góðra fyrirtækja. „Við fjárfestum ekki til árs í senn, heldur horfum til lengri tíma. Núna gætu því verið áhugaverðir tímar," segir hann og kveður Baug horfa til sterkra vörumerkja á alþjóðamarkaði þegar kemur að fjárfestingum.Rætt var um kaupskaparþingið í Barcelona, sem fram fór í síðustu viku en Jón Ásgeir var þar einn af ræðumönnum, vöxt í netverslun og vöxt Baugs almennt.„Við sjáum skemmtilega markaði opnast svo sem á Indlandi og í Kína, en þar er vöxtur svo hraður að maður er að tapa markaðshlutdeild, ef ársvöxtur fyrirtækisins er innan við 30 prósent," sagði hann.Jón vakti athygli á því að breska verslanakeðjan Karen Millen verði stærri í Rússlandi á næsta ári en í Bretlandi. Karen Millen hefur aukið hratt við sig í bresku herrafataversluninni Moss Bros upp á síðkastið. Þar er Baugur fyrir í hluthafahópnum með 29 prósent og hefur flaggað óbindandi yfirtökutilboði í verslunina upp á 40 milljónir punda.Hægt er að horfa á viðtalið hér. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Ólíklegt er að ríkissaksóknari gefi út ákærur á hendur Baugi Group á ný. Þetta sagði Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs, fyrir um stundarfjórðungi í viðtali í sjónvarpsþættinum Squawk Box sem sýndur er á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNBC. Þá sagðist hann einnig telja að ákærurnar væru lagðar fram á pólitískum forsendum. Í kynningu þáttastjórnenda kom fram að Jón Ásgeir færi fyrir Baugi Group, sem væri að undirbúa mikið kaupæði. Jón Ásgeir sagði að þrátt fyrir samdrátt í smásölu og þrengingar á fjármálamörkuðum þá væru áhugavert að horfa til góðra fyrirtækja. „Við fjárfestum ekki til árs í senn, heldur horfum til lengri tíma. Núna gætu því verið áhugaverðir tímar," segir hann og kveður Baug horfa til sterkra vörumerkja á alþjóðamarkaði þegar kemur að fjárfestingum.Rætt var um kaupskaparþingið í Barcelona, sem fram fór í síðustu viku en Jón Ásgeir var þar einn af ræðumönnum, vöxt í netverslun og vöxt Baugs almennt.„Við sjáum skemmtilega markaði opnast svo sem á Indlandi og í Kína, en þar er vöxtur svo hraður að maður er að tapa markaðshlutdeild, ef ársvöxtur fyrirtækisins er innan við 30 prósent," sagði hann.Jón vakti athygli á því að breska verslanakeðjan Karen Millen verði stærri í Rússlandi á næsta ári en í Bretlandi. Karen Millen hefur aukið hratt við sig í bresku herrafataversluninni Moss Bros upp á síðkastið. Þar er Baugur fyrir í hluthafahópnum með 29 prósent og hefur flaggað óbindandi yfirtökutilboði í verslunina upp á 40 milljónir punda.Hægt er að horfa á viðtalið hér.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira