Viðskipti erlent

Microsoft hættir við kaupin á Yahoo

Tölvurisarnir Microsoft og Yahoo gátu ekki komið sér saman um verðið á Yahoo og því hefur Microsoft nú dregið kauptilboð sitt upp á hátt í 4.000 milljarða kr. til baka.

Steve Ballmer framkvæmdastjóri Microsoft greindi frá þessu í nótt. Þá hafði Microsoft hækkað tilboð sitt úr 31 dollara á hlut upp í 33 dollara en Yahoo vildi fá 37 dollara fyrir hlutinn.

"Þrátt fyrir að við gerðum okkar besta, þar á meðal að hækka tilboð okkar um nær fimm milljarða dollara hefur Yahoo ekki komið til móts við okkur," segir Steve Ballmer.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×