Viðskipti erlent

Tapið hjá Merrill Lynch kostar 4.000 manns starfið

Hið mikla tap sem varð hjá fjárfestingabankanum Merrill Lynch á fyrsta ársfjórðung mun hafa þær afleiðingar að um 4.000 manns hjá bankanum muni missa starf sitt.

Með þessum uppsögnum ætlar bankinn að spara um 800 milljón dollara eða sem svarar til 58 milljarða kr.

Eins og fram hefur komið í fréttum tapaði Merrill Lynch tæpum 2 milljörðum dollara á fyrsta ársfjórðung. Þar af kostuðu afskriftir bankans á svokölluðum undirmálslánum tæplega 1,5 milljarð dollara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×