Viðskipti erlent

Fyrsta tapið hjá Deutche Bank í fimm ár

Stærsti banki Þýskalands, Deutche Bank, skilaði 131 milljón evra tapi á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og er það í fyrsta sinn í fimm ár sem rekstur bankans skilar tapi. Í krónum talið er tapið yfir 15 milljarðar.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Glitnis. Þar segir að ástæða þessa slaka árangurs er 2,7 milljarða evra afskriftir af lánum vegna skuldsettra yfirtakna og eignatryggðra skuldabréfa.

Til samanburðar hefur svissneski bankinn UBS afskrifað 38 milljarða franka frá því í júlí og Credit Suisse skilaði einnig tapi í fyrsta sinn í fimm ár á fyrsta ársfjórðungi vegna 5,3 milljarða franka afskrifta.

Stjórnendur Deutche Bank telja sig hafa forðað bankanum frá frekar tapi með því að bregðast skjótt við hruni á bandaríska húsnæðismarkaðinum. Gengi bankans hefur þó lækkað ívið meira undanfarið ár en vísitala yfir 59 evrópska banka og fjármálafyrirtæki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×